Laugaból , 641 Húsavík
62.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
5 herb.
507 m2
62.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1974
Brunabótamat
79.970.000
Fasteignamat
25.937.000


Jörðin Laugaból í Reykjadal í Þingeyjarsveit er staðett skammt sunnan við Laugar og bæjarstæðið stendur á flatlendi undir skógivaxinni brekku.  Umtalsverð skógrækt er á jörðinni og hefur verið plantað þar tugum þúsunda plantna síðan 1935.  Flatlendi jarðarinnar er að stærstum hluta ræktað land og beitiland en brekkurnar og heiðin er að stórum hluta skógi vaxin.
Landamerki jarðarinnar að vestanverðu er við Reykjadalsá og svo á jörðin land töluvert upp í heiðina til austurs.  Land ofan fjallsgirðingar er sameignarland með Breiðanesi.  Heildarstærð jarðarinnar eru um 117 ha og ræktað land er skráð um 13 ha en er að stærstum hluta í órækt en auðvelt að vinna þau upp að nýju.

Íbúðarhúsið er steinsteypt hús á einni hæð, byggt árið 1974 og skráð 139,9 m² að stærð.
Húsið skiptist í forstofu, stórt eldhús með borðkrók, stofu, tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi, búr, þvottahús og geymslur auk bakdyrainngangs.
Forstofur eru tvær.  Aðalinngangur er á vesturhliðinni og þar eru flísar á gólfum, fataskápur og hengi.  Bakdyrainngangur er svo til norðurs við bílastæði.
Eldhúsið er rúmgott, með góðum borðkrók og var endurnýjað fyrir um 5 árum síðan.  Sérsmíðuð eikarinnrétting og korkur á gólfum.  Innaf eldhús er búr og herbergi.
Baðherbergin eru tvö.  Aðalbaðherbergið er flísalagt, með ljósri innréttingu og baðkari með gleri og sturtutækjum.  Annað baðherbergi er við bakdyrainngang, upprunalegt baðherbergi með sturtuklefa.
Stofan er með með parketi á gólfi og þar eru loftin tekin upp.
Svefnherbergin eru fjögur talsins.  Hjónaherbergið er syðst í húsinu og þar er parket á gólfum, góðir skápar og útgangur á pall til suðurs.  Við hliðina á hjónaherbergi er rúmgott herbergi sem áður var tvö minni herbergi, parket á gólfum.  Þriðja herbergið er með flísum á gólfi og fjórða svefnherbergið er innaf eldhúsi. 
Þvottahúsið er með flísum á gólfi og ljósri innréttingu.
Geymsla með dúk á gólfum og hillum.
Annað
- Húsið var málað að utan fyrir 2 árum.
- Þakið var málað fyrir 3 árum.
- Allir ofnar hafa verið endurnýjaðir á síðustu 4-5 árum.

Garðurinn og umhverfið er gróið og gróðursælt.  Góður sólpallur er sunnan við húsið og er að hluta til undir þaki.  Sólpallurinn er tengdur verönd sem liggur með allri austurhliðinni.  Heitur pottur er sunnan við húsið og geymsluskúr undir útihúsgögn, grill og garðáhöld.  Steyptar stéttar eru framan við húsið að aðalinngangi og með norðurhliðinni að bakdyrainngangi og í þeim eru hitalagnir að hluta.

Útihúsin standa nokkuð sunnan við íbúðarhúsið.
Fjós var byggt árið 1950.  Mjólkurhús og geymsla var byggt um 1983 og þá var þakið á fjósinu endurnýjað og einangrað.  Hætt var með kýr að Laugabóli árið 2008 en í fjósinu eru 22 básar og nýtist það vel sem geymsla.  Húsið er upphitað og málað að innan og við það er áföst hlaða að norðanverðu og áföst votheyshlaða að sunnaverðu með malarbotni og steyptum veggjum, sem nýtist sem geymsla fyrir stærri tæki og vélar.
Aðeins sunnar standa svo fjárhúsin með áfastri hlöðu.  Fjárhúsið var byggt árið 1982 fyrir um 200 fjár, og er það í ágætis ástandi, steyptir útveggir og einangrað þak, 6 krær á grindum og haughús undir.  Fjárhúshlaðan var byggð árið 1958 og er heldur léleg.

Á milli íbúðarhússins og útihúsanna eru tvö önnur íbúðarhús á sér lóðum auk þess sem eldra íbúðarhús jarðarinnar mun ekki seljast með og mun það standa á um 1,5ha lóð auk þess sem 1 ha lóð fylgir ekki sem staðsett er nyrst og vestast á jörðinni

Staðsetning jarðarinnar er skemmtileg, rétt við Laugar hvar stutt er í ýmsa þjónustu s.s. sundlaug, skóla og verslun - og með tilkomu Vaðlaheiðarganga er aðeins um 30 mínútna akstur til Akureyrar.
Jörðin nýtur ákveðinna hitaveituréttinda, þ.e. jörðin er tengd við hitaveitukerfi á svæðinu en greiðir ekki fyrir not á heitu vatni.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.