Lindargata 22b , 580 Siglufjörður
22.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
6 herb.
119 m2
22.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1933
Brunabótamat
26.700.000
Fasteignamat
12.300.000

Lindargata 22b - Skemmtilegt 4-5 herbergja parhús, kjallara, hæð og ris á Siglufirði.
Húsið er timburhús á steyptum kjallara, byggt árið 1933 og hefur verið klætt og einangrað að utan.


Eignin er skráð 119,4 m² og skiptist með eftirtöldum hætti;
Kjallari, 41,6 m²: Svefnherbergi, geymsla og opið rými/þvottahús.
Hæð, 41,6 m²: Forstofa, eldhús, stofa og eitt svefnherbergi.
Ris, 36,2 m²: Gangur, baðherbergi og tvö svefnherbergi.

Forstofa er með grá lökkuðum gólffjölum. Timburstigi með gráu teppi á liggur úr forstofu og upp í ris. 
Eldhús, vönduð spónlögð beyki innrétting og grá lakkaðar gólffjalir á gólfum.  
Stofa er inn af eldhúsi, þar eru lakkaðar gólffjalir og gluggi til austurs.  
Baðherbergi er með kork á gólfi og panil á veggjum, hvítri innréttingu og skáp, sturtuklefi, wc, handklæðaofni og opnanlegum glugga.
Svefnherbergin eru fjögur, tvö í risi, annað með ljósum parketi á plast parketi á gólfi og hitt mjög rúmgott, með tveimur kvist gluggum, grá lökkuðum gólffjölum og sérsmíðuðum hvítum fataskáp. Svefnherbergið á hæðinni er með grá lökkuðum gólffjölum og í kjallaranum er harð parket.
Í kjallara er opið rými og þar er tengi fyrir þvottavél og geymsla með lökkuðu gólfi. Hurð er úr kjallaranum út til austurs. 

Annað
- Fyrir einhverjum árum síðan var húsið klætt að utan, skipta um glugga og útidyrahurðar.
- Kjallari er ekki með fullri lofthæð.
- Eignin er skráð sem einbýlishús en er sambyggð með öðru húsi, Lindargötu 22c.
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.