Hafnarstræti 22 "Örkin hans Nóa"
Skemmtilegt og vel staðsett þjónustu- og verslunarhúsnæði við Drottningarbrautina á Akureyri - stærð 348,4 m²Húsið var upphaflega byggt utan um húsgagnaverslun en síðustu ár hefur verið rekið í því veitingarstaður.
Húsið skiptist í rúmgóðan sal, tvær snyrtingar, skrifstofu, eldhús og lagar á neðri hæð. Yfir salnum er um 80 m² loft.
Í salnum er harð parket á á gólfum og gluggar til þriggja átta. Aðal inngangurinn er á suðurhlið hússins en einnig er hurð út til norðurs.
Eldhúsið er með flísum á gólfi og er vel tækjum búið. Inn af eldhúsi er lager.
Tvær snyrtingar og skrifstofa eru inn af salnum.
Um 80 m² loft er yfir salnum og nýtist það sem setustofa í dag. Þar er parket á gólfum og skemmtilegur gluggi með útsýni til austurs út á pollinn
Húsið er byggt með stálgrind í hornum og þaki og klætt með tvöföldu gipsi að innan og utan. Utanhúss klæðningin er kopar plötur og timbur.
Milliloft er borið upp af límtré og timburbitum.
Fyrir framan húsið er stórt malbikað bílaplan og á bakvið er einnig gott bílaplan með möl í.
Heildarstærð lóðar er 1.170 m²
Hér er um að ræða skemmtilega og mjög svo sýnilega eign staðsetta við eina aðalgötu bæjarins.
Eignin getur hentar fyrir fjölbreyttan rekstur.