Brimnesvegur 24, 625 Ólafsfjörður
21.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
3 herb.
81 m2
21.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1953
Brunabótamat
29.200.000
Fasteignamat
13.700.000

Brimnesvegur 24 - Snyrtilegt 3ja herbergja einbýlishús á hornlóð á Ólafsfirði - stærð 81,7 m²

Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi, þvottahús og geymslu.

Forstofa er með flísum á gólfi. Úr forstofu er gengið inn á hol með dökku plastparketi á gólfi og innbyggðum skáp. 
Eldhús, dökk viðar innrétting með flísum á milli skápa og dökkt plastparket á gólfi. Ágætur borðkrókur með glugga. 
Stofa er með dökku plastparketi á gólf og gluggum til tveggja átta.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvítri innréttingu, wc, sturtu og opnanlegum glugga. 
Svefnherbergin eru tvö, bæði með dökku plastparketi á gólfi og í hjónaherberginu er stór spónlagður fataskápur. 
Þvottahús er með lökkuðu gólfi, ljósri innréttingu og hurð út á baklóð. Lúga er í loftinu upp á loft. 
Geymsla er innaf þvottahúsinu með flísum á gólfi, hillum og opnanlegum glugga. 

Á baklóðinni er góður geymsluskúr sem búið er að klæða að innan og setja harðparket á gólfið.

Annað
- Fyrir framan er lítil timburverönd og timbur stétt.
- Búið er að endurnýja mikið af gleri.
- Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar
- Skemmtilegt lítið einbýlishús sem hefur verið vel viðhaldið.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.