Frystihúsið á Dalvík stendur við Hafnarbraut 1 í hjarta bæjarins. Húsið er í dag allt skráð á eitt fastanúmer og telur samtals 5.266 m² og stendur á stórri eignarlóð sem er rúmlega hektari að stærð, eða 10.139 m².
Húsið er í raun mörg sambyggð hús sem byggð hafa verið á árunum 1948 - 1999.
Við Hafnarbrautina er aðalaðkoman að húsinu og þar er stórt malbikað bílaplan bæði vestan og sunnan við húsið. Steyptur hluti aðalbyggingarinnar er á tveimur hæðum auk kjallara og þessi hluti hússins hýsti áður skrifstofur, starfsmannaaðstöðu og matsali auk þess sem þar norðan við er vélasalur.
Húsið er annars skráð í Þjóðskrá með eftirfarandi hætti:
- Skrifstofuhlutinn byggður 1972 og skráður 864,8 m² að stærð.
- Frystihúsið er með skráð byggingarár 1949 og 3.142,5 m² að stærð.
- Karageymsla er byggð árið 1948, skráð 302,4 m² að stærð.
- Vélarsalur er með byggingaár 1971, skráður 125,8 m² að stærð.
- Pökkunarstöð er svo nýjasti hluti hússins, byggður árið 1999 og skráð 830,6 m²
Lítil sem engin starfsemi er lengur í húsinu þar sem hún hefur öll verið flutt yfir í hið nýja frystihús sem hóf vinnslu árið 2020 neðar á hafnarsvæðinu.
Húsinu hefur verið vel við haldið í gegnum árum og yfir það í heila í góðu ástandi. Húsið býður upp á ýmsa möguleika en t.d. væri hægt að skipta húsinu upp í fleiri einingar og vera með fjölbreytta starfsemi í því.
Frekari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson á skrifstofu Hvamms - [email protected] - s. 862 1013
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.