Stapasíða 8 - Skemmtilegt 5 herbergja einbýlishús á pöllum og með bílskúr á vinsælum stað í Síðuhverfi - stærð 198,0 m²Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Miðpallur: Forstofa, svefnherbergi, snyrting, hol, þvottahús, geymsla og bilskúr.
Neðri pallur: Hol, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Efri pallur: Eldhús, stofa og borðstofa.
Forstofa er með flísum á gólfi. Úr forstofu er gengið inn á hol sem nýtist í dag sem sjónvarpshol, þar er parket á gólfi og hurð út til suðurs á steypta verönd.
Eldhús, viðar innrétting með góðu skápa- og bekkjarplássi. Flísar eru á milli skápa og korkur á gólfum. Rúmgóður borðkrókur.
Stofa og borðstofa eru í opnu og björtu rými og með gluggum til þriggja átta. Parket er á gólfi og loft er tekið upp.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með parketi á gólfi og þrjú með fataskápum. Úr hjónaherbergi er hurð út til suðurs á hellulagða verönd.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, ljós sprautulökkuð innrétting, wc, baðkar, sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Hiti er í gólfinum, stýrt í gegnum handklæðaofn.
Snyrting er við hliðina á forstofu, þar eru flísar á gólfi, handlaug, wc og opnanlegur gluggi.
Þvottahús er jafnframt annar inngangur fyrir eignina. Þar eru flísar á gólfi, ljós innrétting, fataskápur og hengi. Úr þvottahúsi er gengið inn í geymslu og þaðan inn í bílskúr.
Geymsla er inn af bílskúrnum með flísum á gólfi og hillum. Hleri er í loftinu upp á geymsluloft sem er yfir geymslunni.
Bílskúr er skráður 36,8 m² að stærð og þar eru flísar á gólfi, vinnuborð og hillur. Sér göngurhurð er á langhliðinni. Fyrir framan er hellulagt bílaplan.
Annað - Loft eru tekin upp í helstu rýmum á efsta- og miðpalli.
- Árið 2020 var stærstur hluti af gleri endurnýjaður.
- Húsið hefur fengið gott viðhald og verið málað reglulega að utan.
- Hitakapplar eru í þakrennum á framhliðinni.
- Eignin er laus til afhendingar í apríl 2023
- Eignin er í einkasölu