Smáravegur 4 Dalvík - Rúmgóð og vel skipulögð 5 herbergja efri sérhæð með bílskúr í tvíbýlishúsi miðsvæðis á Dalvík - stærð 167,2 m²Hæðin er skráð 141,7 m² að stærð og bílskúr 25,5 m².
Eignin skiptist i forstofu, eldhús, stofu, sjónvarpshorn, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu/búr.Forstofa er flísum á gólfi. Úr forstofu er gengið upp steyptan og teppalagðan stiga upp á efri hæðina.
Eldhús, snyrtileg hvít innrétting með viðarlitaðri bekkplötu og grámáluðum flísum á milli skápa. Ljóst harð parket er á gólfi.
Stofa og sjónvarpshorn eru í opnu rými með ljósu harð parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta. Loftið er tekið upp í þessu rými. Úr stofunni er gengið út á steyptar suður svalir.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með ljósu plast parketi á gólfi.
Gangur fyrir framan svefnherbergi er með plast parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, ljósri viðarlitaðri innréttingu, wc, baðkari með sturtutækjum og opnanlegum glugga.
Þvottahús er með lökkuðu gólfi, bekkplötu, vask og opnanlegum glugga.
Geymsla/búr er inn af þvottahúsinu, þar er lakkað gólf hillur og gluggi.
Bílskúr er norðan við húsið, sambyggður með bílskúr neðri hæðar. Bílskúrinn er skráður 25,5 m² að stærð og með lökkuðu gólfi.
Annað:- Gluggar, gler og útidyrahurð var endurnýjað árið 2020.
- Pappi á bílskúrsþaki var endurnýjaður ári 2022
- Húsið var múrviðgert að utan sumarið 2022 og er áætlað að mála sumarið 2023
- Eigendur hússins hafa skipt mér sér lóðinni og tilheyrir suður og austurhluti lóðar efri hæðinni
- Skúr á lóð fylgir með við sölu
- Búið er að taka inn ljósleiðari
- Tvöfalt bílastæði er sunnan við húsið, einnig er bílastæði fyrir framan bílskúr.
- Eignin er í einkasölu.