Kotárgerði 21, 600 Akureyri
95.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
5 herb.
190 m2
95.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1967
Brunabótamat
78.550.000
Fasteignamat
69.750.000

Kotárgerði 21 - Skemmtilegt 5-6 herbergja einbýlishús á 2 hæðum á vinsælum stað á Brekkunni - stærð 190,1 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Neðri hæð:
Forstofa, snyrting, gangur, þvottahús, svefnherbergi, herbergi með sturtuaðstöðu, tvær geymslur og bílskúr. 
Efri hæð: Hol, eldhús, búr, stofa og sjónvarpshorn, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. 

Forstofa er ágætlega rúmgóð og með flísum á gólfi. Úr forstofunni er stigi upp á efri hæðina. 
Eldhús hefur verið endurnýjað. Flísar á gólfi og grá sprautulökkuð innrétting með viðar bekklplötu. Gott skápa- og bekkjarpláss. Tvöfaldur ísskápur í eldhúsi getur fylgt með við sölu.  Inn af eldhúsi er búr með flísum á gólfi, innréttingu og opnanlegum glugga. 
Stofa, hol og sjónvarpshorn eru í opnu rými með parketi á gólf og stórum gluggum til norðurs og austurs. Af holinu er gengið út til suðurs á hellulagða verönd.
Svefnherbergin eru fjögur, eitt á neðri hæðinni með harð parketi á gólfi og þrjú á efri hæðinni öll með parketi á gólfi. Fataskápar eru í tveimur herbergjum. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, ljósri innréttingu, wc, baðkari og opnanlegum glugga. 
Snyrting er á neðri hæðinni við hliðina á forstofu með flísum á gólfi, handlaug, wc og glugga. 
Gangur á neðri hæðinni er með flísum á gólfi og stórum fataskáp. 
Geymsla er á neðri hæðinni með harð parketi á gólfi og flísalagðri sturtu. Tvær aðrar geymslur eru inn af bílskúrnum. Góðar hillueiningar í geymslu sem fylgja með við sölu. 
Þvottahús er með flísum á gólfi, nýlegri (2022) hvítri innréttingu og hurð út. 
Bílskúr er skráður 17,0 m² að stærð og með rafdrifinn innkeyrsluhurð. Fyrir framan er steypt bílaplan. 

Annað
- Eignin er stærri er skráðir fermetrar segja til um. 
- Húsið var málað að stærstum hluta að utan sumarið 2021
- Búið er að endurnýja mjög mikið af gleri og opnanleg fög. 
- Búið er að endurnýja rafmagnstengla.
- Eigendur skoða skipti á minni eign á Brekkunni.



 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.