Helgamagrastræti 12 - Stór og vel staðsett eign með mikla möguleika - Stærð 226,1 m².Eignin er skráð á tvö fastanúmer, efri hæð 214-7270 og neðri hæð 214-7271. Eignin er einkar vel staðsett og væri tilvalin fyrir rekstur á gistiheimili eða til útleigu.
Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:Kjallari: Tvö íbúðarherbergi, þrjár rúmgóðar geymslur, þvottahús og baðherbergi.
1. hæð: Eldhús, tvær stofur, tvö svefnherbergi, gangur og baðherbergi.
2. hæð: Eldhús, tvær stofur, tvö svefnherbergi, gangur og baðherbergi.
Kjallari:Gæti nýst sem útleigurými, þar eru skráð tvö
íbúðarherbergi og eru þau bæði með gráum flísum á gólfi, í öðru þeirra hefur verið komið upp eldunaraðstöðu. Bæði eru með glugga til austurs.
Geymslur eru skráðar þrjár og eru tvær einkar rúmgóðar og gætu nýst sem herbergi, gráar flísar eru á einni geymslu en parket er á hinum tveim, gluggar eru í þeim öllum.
Þvottahús er með flísum á gólfi og geymsluskápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, þar er wc, vaskur og sturtutæki.
1. hæð:
Eldhús er með málaðri eldhúsinnréttingu, þar er ný eldavél með ofni. Korkur er á gólfi.
Stofur eru tvær en í dag er önnur notuð sem svefnherbergi, stofan er nokkuð rúmgóð með harðparketi á gólfi og er þaðan útgengt á steyptar svalir til suðvesturs, af svölum er gengið niður í sameiginlegan garð.
Svefnherbergi eru því í dag þrjú talsins, tvö þeirra eru með nýlegu harðparketi og skápum, þriðja er með plasparketi á gólfi.
Gangur tengir öll rými íbúðarinnar saman og þar er harðparket á gólfi, á gangi er innbyggður fataskápur.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
2. hæð:
Eldhús er með góðri nýlegri innréttingu, þar er spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél, innbyggður ísskápur með frysti. Vínylparket er á gólfi.
Stofur eru tvær en í dag er önnur notuð sem svefnherbergi, stofan er nokkuð rúmgóð með vínylparketi á gólfi og er þaðan útgengt á steyptar svalir til suðvesturs.
Svefnherbergi eru hér einnig því þrjú talsins, öll eru með vínylparketi á gólfi og fataskápar í tveimur.
Gangur tengir öll rými íbúðarinnar saman og þar er vínylparket á gólfi.
Baðherbergi er með hvítri rúmgóðri innréttingu, sturtuklefa og wc, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar eru á gólfi og hluta veggja.
Annað:- Stutt er í grunnskóla, menntaskólana, sundlaug Akureyrar og göngufæri í miðbæinn.
- Eigendur skoða skipti á annarri eign.
- Ljósleiðari kominn inn og tengdur.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.