Ytra-holt , 621 Dalvík
Tilboð
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
1 herb.
3502 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2001
Brunabótamat
657.750.000
Fasteignamat
173.550.000

Atvinnuhúsnæði við Ytra-Holt í Svarfaðardal, skammt sunnan Dalvíkur.

Húsið er stálgrindarhús á steyptum sökkli sem samtals telur 3.502,3 m²


Húsið skiptist í 6 sali, 3 til norðurs og 3 til suðurs og þvert í gegnum húsið er vinnugangur með aðstöðurýmum fyrir hvern sal.  Fjórir salir eru skráðir 526,2 m² og tveir salir eru skráðir 529,2 m².  Inni í hvern og einn sal er ein innkeyrsluhurð (2,4 - 3,0 m) og þrjár göngu hurðar eru á suður stafni og tvær á norður stafni.  Einnig eru gönguhurðar á langhliðum hússins fyrir miðju, inn á ganginn á milli salanna.  Úr hverjum sal er jafnframt hægt að fara inn á ganginn í miðjunni og þar eru salerni, starfsmannarými, skrifstofur og lagna- og tæknirými.  

Gólfhiti er í öllu húsinu og sér kerfi fyrir hvern sal.  Jafnframt er sér rafmagnstafla fyrir hvern sal og því er auðvelt að skipta húsinu upp.  
Húsið stendur á 9 ha leigulóð og aðkoma að húsinu er góð, en malbikað er allt í kringum húsið og nokkuð góð plön eru bæði norðan og sunnan við húsið.

Húsið var byggt og notað sem alifuglahús en nú er þeirri starfsemi hætt.  Eignin býður upp á fjölmarga möguleika og auðvelt er bæði að skipta húsinu upp í minni notkunareiningar auk þess sem hægt er að stækka og sameina salina.

Húsið er laust til afhendingar fljótlega en einnig er möguleiki að fá húsið leigt, að hluta eða í heild.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.




 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.