Norðurgata 1 , 600 Akureyri
55.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
248 m2
55.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1899
Brunabótamat
75.150.000
Fasteignamat
65.750.000

Norðurgata 1 -  6 herbergja einbýlishús, kjallari, hæð og ris á 328 m² eignarlóð á Eyrinni. 

Eignin er timburhús á steyptum kjallara og með timburgólfi á milli hæða. Byggingarár eignar er skráð árið 1899 og skráð heildar stærð 248,8 m²
Að utan er eignin klædd með bárustáli. 

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 

Aðalhæð 90,2 m²: Forstofa, eldhús, stofa, hol, baðherbergi með þvottaaðstöðu og eitt svefnherbergi.
Ris 68,4 m²: Hol, geymsla, baðherbergi og fjögur herbergi.
Kjallari 90,2 m²: Geymslur 

Forstofa er með ljósu plast parketi á gólfi og stórum skáp með rennihurðum. 
Eldhús, dökk spónlögð innrétting og flísar á gólfi. Borðkrókur með gluggum til tveggja átta.
Stofa er með ljósu plast parketi á gólfi. Búið er að reisa létta veggi í stofu og skipta henni upp í tvö herbergi. 
Baðherbergin eru tvö. Aðal baðherbergið er á miðhæðinni og þar eru flísar á gólfi og veggjum hvít innrétting, wc, baðkar, innfelld lýsing í lofti og opnanlegur gluggi. Innrétting er fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Annað baðherbergi er á efri hæðinni með dúk á gólfi, ljósri innréttingu, wc og sturtuklefa. 
Svefnherbergin eru fimm, fjögur í risinu og eitt á miðhæðinni auk þess hafa verið útbúin tvö þar sem stofan er. 
Teppalagður timburstigi er af miðhæðinni og upp í risið. Komið er inn á hol á efri hæðinni með dökku plast parketi á gólfi.
Geymsla er í risinu en auk þess er mjög gott geymslupláss í kjallaranum.

Með vesturhliðinni er timbur verönd og er gengið út á hana um hurð á vesturhlið hússins. 

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.