Þverholt 18 , 603 Akureyri
62.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
3 herb.
110 m2
62.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1960
Brunabótamat
46.650.000
Fasteignamat
56.200.000

** Eignin er seld með fyrirvara **

Þverholt 18 - Skemmtilegt 3-4ra herbergja einbýlishús á einni hæð á 662,0 m² hornlóð í Holtahverfi - stærð 110,1 m²


Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, búr, stofu og sjónvarpstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, tvær litlar geymslur og þvottahús.

Forstofa er með flísum á gólfi. Úr forstofu er gengið inn á rúmgott hol með flísum á gólfi. 
Eldhús, eldri plastlögð innrétting með flísum á milli skápa og dúkur á gólfi. Inn af eldhúsinu er búr með dúk á gólfi, hillum og opnanlegum glugga. 
Stofa og sjónvarpsstofa eru í opnu rými með gluggum til þriggja átta og ljósu teppi á gólfi. Gengið er inn í þær bæði af gangi og úr eldhúsi. 
Svefnherbergin eru tvö, bæði ágætlega rúmgóð, með ljósu plast parketi á gólfi og hvítum fataskápum. 
Baðherbergi hefur verið endurnýjað. Ljósar flísar á gólfi og veggjum, hvít innrétting, wc, sturta með glervængjum og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús nýtist sem annar inngangur fyrir eignina, þar eru flísar á gólfi og hleri upp á loft. 
Tvær litlar geymslur eru inn af þvottahúsinu, báðar með lökkuðu gólfi og hillum. Opnanlegur gluggi er í annarri geymslunni. 

Annað
- Útidyrahurðar hafa verið endurnýjaðar.
- Búið er að endurnýja gler að stærstum hluta. 
- Steypt loftaplata.
- Tvö bílastæði. 
- Skemmtilegt útsýni er út um glugga í eldhúsi og stofu. 
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.