Huldugil 15 , 603 Akureyri
87.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
5 herb.
164 m2
87.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1994
Brunabótamat
90.000.000
Fasteignamat
82.650.000

Huldugil 15 -  Vel skipulögð og vel staðsett 5 herbergja raðhúsaíbúð með bílskúr á vinsælum stað í Giljahverfi - stærð 164,3 m²

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr.

Forstofa er með lökkuðu gólfi.
Eldhús: Tvílit, spónlögð og sprautulökkuð innrétting og grálakkað gólf. 
Stofa og svefnherbergisgangur eru með dökku parketi á gólfi. Í stofu er loft tekið upp, stór vestur gluggi og hurð út á hellulagða verönd með timbur skjólveggjum. 
Svefnherbergin eru þrjú auk rýmis fyrir ofan bílskúr. Dökkt parket er á öllum gólfum og fataskápar í tveimur herbergjum.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, ljós sprautulökkuð innrétting, wc, baðkar með sturtutækjum og handklæðaofn. Hiti er í gólfi.  Vélrænt útsog er af baðherberginu.
Þvottahús er með sér inngangi. Þar eru flísar á gólfi og sprautulökkuð innrétting. Lúga er í loftinu upp á geymsluloft sem er yfir hluta íbúarhúss. Gengið er í gegnum þvottahús þegar farið er inn í bílskúr. 
Geymsla er inn af bílskúr. Þar eru flísar á gólfi, hillur og hurð út á baklóð þar sem eru snúrur. Gat er í loftinu upp á geymsluloft sem er yfir geymslunni. 
Bílskúr er skráður 26,2 m² að stærð. Þar eru flísar á gólfi og hillur. 
 
Annað
- Tvö geymsluloft eru í íbúðinni, annað yfir geymslu inn af bílskúr og hitt yfir íbúðarrými þar sem loft eru ekki tekin upp. Lúgur eru í lofti í geymslu og þvottahúsi.
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Hiti er í steyptri stétt fyrir framan forstofu.
- Sameignlegt leiksvæði er vestan við húsið.
- Eignin er í einkasölu
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.