Þórunnarstræti 125, 600 Akureyri
73.900.000 Kr.
Hæð/ Hæð í tvíbýlishúsi
5 herb.
200 m2
73.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
1965
Brunabótamat
89.860.000
Fasteignamat
73.650.000

Þórunnarstræti 125 efri hæð - Rúmgóð 5 herbergja efri hæð með sér inngangi og möguleika á tveimur útleigueiningum í kjallara og bílskúr - stærð 200,8 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Íbúð,
forstofa (sérinngangur) stigauppganga og stigapallur/hol, eldhús, stofa, gangur, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. 
Kjallari, vinnustofa/geymsla/útleigueining, köld geymsla og sameiginlegur inngangur. 
Bílskúr, búið er að skipta honum upp í svefnrými með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. 

Forstofa og stigi upp í íbúð er með brúnum flísum á gólfi. Úr forstofunni er hurð inn í sameiginlegan stigagang sem liggur niður í kjallara.  Stór gluggi er í stigauppgjöngunni sem setur mikinn svip á rýmið.
Hol og gangur eru með brúnum flísum á gólfi. Af holinu er hurð út á svalir til norð-austurs. 
Eldhús er rúmgott og þar er nýleg svört innrétting og brúnar flísar á gólfum. Uppþvottavél er innfelld í innréttingu og fylgir með við sölu eignar.  
Stofa er rúmgóð, með stórum gluggum til tveggja átta og brúnum flísum á gólfi. 
Svefnherbergin eru fjögur, öll með brúnum flísum á gólfum. Í hjónaherberginu eru stór hvítur fataskápur. 
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og dökkum á hluta veggja, handlaug, wc og baðkari. Búið er að leggja nýjar neysluvatnslagnir inn á baðherbergið en eftir er að klára tengja þær og ganga frá.  Baðherbergið er að stæstum hluta upprunalegt.

Bílskúr hefur verið skipt upp í tvö rými, svefnrými með lítilli innréttingu og baðherbergi með sturtuklefa. Flísar eru á gólfum.  Bílskúr er í útleigu sem stendur.
Í suður hluta kjallara er rými hvar gert er ráð fyrir geymslum eða vinnustofu, en jafnframt væri hægt að útbúa þar útleigurými eða unglingaherbergi.  Gott pláss sem býður upp á ýmsa möguleika.  Lagnir fyrir baðherbergi eru til staðar og má telja rýmið tilbúið til innréttinga eins og það er núna. 

Vel staðsett eign á norður-Brekkunni.  Leikskólinn Hólmasól er beint á móti, stutt í sundlaugina, Glerártorg, Brekkuskóla og miðbæinn.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Í söluyfirliti er útleigumöguleika getið í kjallara og í bílskúr.  Rétt að taka fram að ekki liggur fyrir um hvort umrædd nýting samrýmist kröfum opinberra aðila, eins og heilbrigðis og byggingaryfirvalda, enda þessi hluti hússins skráður annars vegar sem geymsla og hins vegar sem bílskúr. 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.