Gunnarsbraut 10b eign 108 , 620 Dalvík
18.900.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
0 herb.
51 m2
18.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2024
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Gunnarsbraut 10B Dalvík - Nýbygging
 
Húsið er geymsluhús á einni hæð með alls 11 rýmum/geymslum. Hvert rými er frá 49,3 - 51,7 m² að stærð auk þess er um 24 m² geymsluhilla (milliloft). 

* Hvert rými er um 5,5 metrar á breidd og um 9 metrar á dýpt.  
* Hæð upp í milliloft er um 2,6 metrar
* Innkeyrsluhurð er 3,8 metrar á breidd og 3,2 metrar á hæð
* Hús afhendist frágengið að utan með malbikuðu bílaplani. Í plan kemur snjóbræðsla um 3 metra út frá útveggjum og í bílastæði hreyfihamlaða. Að innan afhendist það með steyptum gólfum og geymsluhillu. 

Lóð
er sameiginleg með Gunnarsbraut 10A og er 4173m² að stærð. Lóð verður malbikuð að nær öllu leiti, nema frágangur á lóðamörkum sem verður með steinum og möl.

Hönnun og teikningar: Haraldur Árnason
Húsið er hannað samkv. algildri hönnun í notkunarflokki 1 og skiptist í 11 sérrými og eitt sameiginlegt inntaksrými.
Sjá einnig nánar aðalteikningar af húsinu.
Burðarvirki hússins eru steinsteyptar undirstöður og gólf ásamt timburvirki (límtré) er kemur í veggi og þak.
Útveggir eru klæddir með 80mm (micro áferð að utan/panill að innan) samlokueiningum með PIR kjarna. Litur að utan er Ral 7024 (dökk grátt) en að innan Ral 9010 ( hvítt ).
Þak er klætt með 100/145mm (trapiza) PIR samlokueiningum er festast á límtrésbita. Litur á þakeiningum að utan er Ral 7024 (dökk grátt) en að innan Ral 9010 (hvítt). Snjógildrur koma á þak við langhliðar.
Gluggar og inngangshurðir eru úr plasti í dökkum lit að utan en hvítt að innan en innkeyrsluhurðir eru í dökkum lit (hand- og rafmagnsopnanlegar). Litur á gluggum/inngangshurðum og innkeyrsluhurðum er Ral 7024 (dökk grátt en hvítt að innan, Ral 9010). Gler er tvöfalt einangrunargler en í innkeyrsluhurðir koma plastgluggar.Innkeyrsluhurðir eru með rafdrifnar.
Milliveggir milli rýmisnúmera eru 100mm samlokueiningar með harðpressaðri steinull og eru þær samkv. EI60.
Geymsluhillur eru samkv. R30 og hafa þær eingöngu aðkomu frá lausum stiga. Þæ eru byggðar úr timburbitum/límtré og klæddar að ofan með 22 nótuðum rakav. spónaplötum. Notálag er 2,0kn/m²
Gólf verða steypt og vélslípuð. Einangrun undir gólf er 50mm frauðplast. Sökkull er með 200mm steypukjarna í plasteinangrunamótum.
Lagnir - Stofnlagnir fyrir heitt vatn (álpex/plast lagnir - heitt neysluvatn og gólfhita) koma í steypta plötu og að deilikistum rýma. Stofnlagnir fyrir kalt neysluvatn (álpex/plast lagnir) eru staðsettar undir einangrun gólfs. Gólfhitakerfi (20mm Pexrör) er í öllum rýmum (nema tæknirými) og eru lagnir staðsettar í gólfsteypu. Stýring gólfhita er gerð með hitanemum og mótorlokum sem staðsettir eru við deilikistur rýma. Hámarkshitastig neysluvatns við töppunarstað er 60°C. Frárennslislagnir í grunni og utanhúss eru PVC plastpípur en innanhúss eru notaðar PP plastpípur. Í öll blautrými komi gólfniðurföll. Ein hitaveitugrind/aflestrarmælir er fyrir allt húsið og er staðsetning mæla í sameiginlegu tæknirými. Deilikistur koma í hvert sérrými. Spúlslöngur koma í hvert sérrými. Gert er ráð fyrir snyrtingu í hvert bil og er WC stútur þar.
Rafmagn - Aðaltafla rafmagns og einn aflestrarmælir ásamt frádráttarmælum rýma er staðsett í sameiginlegu tæknirými en greinitöflur koma í hvert sérrými. - lýsing utanhúss kemur á sérmælir sem er staðsettur í sameiginlegu tæknirými.
Brunavarnir: Út- og neyðarlýsing verður sett upp í öllu húsinu skv. byggingarreglugerð og ISTEN 1838 og ÍSTEN 50172. Neyðarlýsing samkvæmt “opnum svæðum” (0,5 lúx) verður í sölum. Handslökkvitæki koma í hvert rýmisnúmer.
Brunaviðvörunarkerfi kemur í húsið með stjórnstöð staðsetta í sameiginlegu tæknirými. Stjórnstöð skal tengd viðurkenndri vaktstöð. Opnanlegir gluggar eru nýttir sem björgunarop (táknað BO á teikningu). Reyklosun er gerð í gegnum op er myndast við opnun innkeyrsluhurða og glugga.
Eignin afhendist á byggingarstigi nr. 7
Kaupandi greiðir skipulagsgjald eignar, 0,3% af brunabótamati.

Upplýsingar í skilalýsingu geta breyst á byggingartíma. Leitast verður við að halda sambærilegum gæðum byggingarhluta og íhluta, breytist þeir á byggingartíma.

Áætlaður afhendingartími eigna er í kringum áramótin 2024/25.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.