Njarðarnes 12 eignarhluti 204 , 603 Akureyri
72.500.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
1 herb.
175 m2
72.500.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
75.900.000
Fasteignamat
49.850.000

Njarðarnes 12 eignarhluti 204 - Vandað og vel staðsett geymslu- og iðnarðarhús með góðri lofthæð og stórri innkeyrsluhurð - stærð 175,0 m² þar af er milliloft 31,1 m²

Eignin skiptist í rúmgóðan sal með gráu epoxy efni á gólfi, góðri lofthæð og stórri rafdrifinn innkeyrsluhurð,  um 3,8m á breidd og 4,2m hæð. 
Salurinn erum 20m á lengd og um 6,3m á breidd. 
Innst í salnum mjög góð hvít sérsmíðuð innrétting með góðu skápaplássi og skolvask, snyrting og kaffistofa. 

Á snyrtingu er epoxy efni á gólfi og hluta veggja, wc og hvít innrétting
Kaffistofa er með epoxy efni á gólfi, hvítri innréttingu, útsýnisgluggum til norðurs og hurð út á norður svalir. 
Stálstigi er upp á milliloftið sem er eitt opið rými með góðri lofthæð, gluggum yfir salinn og útsýnisgluggum til norðurs út fjörðinn. Epoxy efni er á gólfi. Gólfplata á millilofti er steypt og hluti af burðarkerfi hússins.

Húsið er steypt og klætt að utan með 50mm PIR samlokueiningum (micro áferð að utan) er skrúfast utan
á steypta veggi.
Þak er klætt með 160/45 (trapiza) steinullar samlokueiningum - einingarnar festast á límtrésbita.
Gluggar og inngangshurðir eru úr timbri/ál.
Ein hitaveitugrind/aflestrarmælir er fyrir allt húsið og er staðsetning mæla í sameiginlegu tæknirými.
Aðaltafla rafmagns og aflestrarmæla er staðsett í sameiginlegu tæknirými en greinatafla er í eigninni.

Annað
- Góð aðkoma
- Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning
- Á eigninni hvílir vsk-kvöð -Gert er ráð fyrir að hún sé yfirtekin auk kaupverðs, þ.e. kaupverð er tiltekið án vsk kvaðar.
- Eignin er í einkasölu


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.