Barmahlíð 2 - Vel staðsett 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum og með tveimur útleigueiningum (studíó íbúð og 3ja herbergja) á neðri hæðinni við litla botnlanga götu í Glerárhverfi - stærð 306,5 m²Eigandi skoða skipti á minni eignEignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Efri hæð: 5 svefnherbergi, eldhús, búr, svefnherbergisgangur, borðstofa og tvær stofur.
Neðri hæð: Forstofa, geymsla, þvottahús, 2ja herbergja íbúð, studíóíbúð og lítill bílskúr. 2 svefnherbergi, þvottahús, hol, geymsla, vinnustofa, baðherbergi, gufubað og sólstofa.
Forstofa og hol á neðri hæð eru með grálökkuðum flísum á gólfi. Af holi er gengið upp lakkaðan parket lagðan stiga upp á efri hæðina.
Eldhús, hvít lökkuð innrétting með dökkri bekkplötu og ljósum flísum milli skápa. Borðkrókur með útsýnisglugga til austurs. Lítið búr er til hliðar úr borðkróknum með plast parketi á gólfi, hillum og opnanlegum glugga.
Borstofa er með grá lökkuðu flísum á gólfi og hurð til vesturs út á hellulagða verönd.
Stofurnar eru tvær og hlaðinn arinn er á milli þeirra. Loft í innri stofunni eru tekin upp og gluggar til þriggja átta. Ljóst plast parketi og lakkaðar flísar eru á gólfum.
Svefnherbergisgangur eru með parketi á gólfi og við endann er hurð út á steyptar suður svalir.
Svefnherbergin eru fimm á hæðinni, öll með parketi á gólfi og fjögur með fataskápum.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað, Þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting með tveimur handlaugum, upphengt wc, baðkar, walk-in sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Hiti er í gólfi og tengdur við handklæðaofninn.
Þvottahús er á neðri hæðinni með lökkuðu gólfi og hvítri innréttingu. Gengið er í gegnum þvottahúsið þegar farið er inn í bílskúrinn.
Bílskúrinn er skráður 38,6 m² en búið að skipta honum upp og útbúa íbúð úr hluta. Sá hluti sem tilheyrir efri hæðinni í dag er með ljósu harð parketi á gólfi.
Í um helming bílskúrs og rými inn af honum hefur verið útbúin
studíó íbúð með sér inngangi. Íbúðin var standsett árið 2020 og skiptist í andyri, eldhús, svefnrými og baðherbergi. Ljóst harð parket er á gólf og gráar flísar á baðherbergi.
3ja herbergja íbúð er í suðurhluta neðri hæðar og er hún einnig með sér inngangi. Gólf eru ýmist með timburfjölum, flísum eða lökkuð.
Annað:
- Þak var endurnýjað árið 2011
- Sáð var í lóðina að stærstum hluta árið 2023 eftir að trjágróður var fjarlægður.
- Hitalögn er í bílaplani og í aðkomu að húsinu, tengt við affall.
- Vandað og vel staðsett hús, sem býður upp á ýmsa möguleika til útleigu á neðri hæð.
- Eignin er í einkasölu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.