Jaðarstún 2 íbúð 101- Falleg og vel umgengin 3-4ra herbergja íbúð á neðri hæð í nýlegu (2017) fjórbýlishúsi í Naustahverfi - Stærð 97,2 m²Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi, þvottahús og geymslu sem getur nýst sem svefnherbergi.
Forstofa er með dökkum flísum á gólfi og þreföldum spónlögðum eikar fataskáp.
Eldhús er með sérsmíðaðri spónlagðri eikar innréttingu með ljósum flísum á milli skápa og dökkri bekkplötu. Innbyggður ísskápur með frysti og uppþvottavél fylgja með við sölu eignar.
Úr eldhúsi er hurð út á steypta vestur verönd.
Stofa og eldhús eru í opnu rými með gluggum til norðurs og vestur. Á gólfi er parket. Hvítir skápar undir sjónvarpi fylgja með við sölu eignar.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með parketi á gólfi og spónlögðum eikar fataskápum. Stærð svefnherbergja er skv. teikningum 8,6 og 11,6 m²
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með spónlagðri eikar innréttingu, dökkri bekkplötu og speglaskáp, upphengdu wc, walk-in sturtu og opnanlegum glugga.
Þvottahús er með dökkum flísum á gólfi og spónlagðri eikar innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og stálvask. Opnanlegur gluggi er í þvottahúsinu.
Geymslan er inn af forstofunni, þar er parket á gólfi og tvöfaldur spónlagður eikar fataskápur. Geymsla er notuð sem svefnherbergi í dag og er skv. teikningu 7,9 m² að stærð
Annað- Vestur verönd skráð 14,9 m² að stærð
- Gólfhiti er í allri íbúðinni.
- Sameiginleg kyndikompa/geymsla er undir stigapallinum.
- Íbúðin er í göngufæri við golfvöllinn.
- Athygli er vakin á því að um er að ræða dánarbú og hafa erfingjar ekki búið í íbúðinni og þekki ekki til ástands hennar. Kaupendum ráðlagt að skoða íbúðina vel áður en tilboð er gert.
- Eignin er laus til afhendingar fljótlega- Eignin er í einkasölu
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.