Hólabraut 17 - 3 íbúðir , 600 Akureyri
119.000.000 Kr.
Fjölbýli
10 herb.
195 m2
119.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
7
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1933
Brunabótamat
79.200.000
Fasteignamat
75.300.000

Hólabraut 17 í miðbæ Akureyrar
Reisulegt og mikið uppgert steypt íbúðarhús með þremur í íbúðum í miðbæ Akureyrar - samtals er húsið um 230 m²
Húsið er skráð með tvö fastanúmer og skiptist í 3ja herbergja íbúð á aðalhæð, 4ra herbergja íbúð á efri hæð/risi og 2ja - 3ja herbergja íbúð í kjallara.  Húsið er 80,0 m² að grunnfleti og er því í heildina um 230 m² þar sem hluti er undir súð.
Húsið hefur verið töluvert endurnýjað síðustu ár t.d. voru allir gluggar endurnýjaðir á árunum 2015 - 2021, járn hefur verið endurnýjað á þaki, ný botnplata steypt í húsið, skólp og dren endurnýjað sem og jarðvegsskipt í kringum húsið. Nánari lýsing á endurbótum má sjá hér fyrir neðan.

Nánari lýsing.
Íbúð á hæð
 skiptist í gang, stofu og eldhús einu opnu rými, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Eldhús og stofa eru með ljósu harðparketi á gólfi og í eldhúsi er snyrtileg, nýleg ljós innrétting.
Svefnherbergin eru með ljósu harðparketi á gólfi og í þeim báðum eru fataskápar.
Baðherbergið var nýlega endurnýjað og þar eru flísar á gólfi og fibo trespo plötur á veggjum, nýlegur skápur undir vaska og sturta með gleri.  Opnanlegur gluggi er á baðherberginu og tengi fyrir þvottavél.

Íbúði á efri hæð / risi skiptist í gang, eldhús og stofu í einu opnu rými, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.  
Eldhús, stofa og gangur eru með ljósu harðparketi á gólfi.  Í eldhúsi er ljós innrétting síðan 2019.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með harðparketi á gólfi og í tveimur þeirra eru fataskápar.
Baðherbergið er með lökkuðu gólfi, baðkari með sturtutækjum og hengi, opnanlegum glugga og tengi fyrir þvottvél.
Íbúðin er lítið undi súð þar sem tveir stórir kvistir eru á þakinu.  Annars vegar er hefðbundinn miðjukvistur til austurs á húsinu og hins vegar stór langur kvistur með flötu þaki á vesturhlið sem stækkar til muna stofu, eldhús og baðherbergi.

Íbúð í kjallara
Í kjallara voru áður geymslur og sameiginleg rými.  Á árinum 2021 - 2022 var farið í miklar framkvæmdir í kjallara.  Eldri botnplata var brotin upp og kjallarinn dýpkaður, ný plata steypt með gólfhita, frárennslilagnir endurnýjaðar sem og allar vatns- og raflagnir, einangrun innveggir osfrv.  
Íbúðin skiptist nú í eldhús og stofu í einu rými, baðherbergi og tvö svefnherbergi.  
Eldhús og stofa eru einu opnu rými og í eldhúsi er ný sérsmíðuð svört innrétting frá JKE með gegnheilli límtrés borðplötu. 
Baðherbergi með walk-in sturtu með gleri, nýrri svartri innréttingu og hurð út á pall til vesturs (að heitum potti).
Svefnherbergin eru tvö, eitt rúmgott en hitt lítið og er ætluð sem geymsla.
Sérinngangur er í íbúðina frá verönd á vesturhlið en einnig er aðkoma að íbúðinni í gegnum sameiginlegan stigagang á norður hlið.
Í kjallara er einnig þvottahús, geymsla og tæknirými við stigagang. 

Sameiginlegur inngangur og stigagangur er í húsinu norðanverðu.

Annað
- Nýlegur 15 m² geymsluskúr er á lóð.
- Bílastæði með möl í eru bæði við norður- og suðurhlið hússins.
- Rafmagn hefur veri leitt út fyrir bílhleðslustöð.
- Steyptur pallur með steyptum veggjum er vestan við húsið með snjóbræðslu í. 
- Heitur pottur er á pallinum, rafmagnspottur sem breytt hefur verið í hitaveitupott.

Endurbætur á síðustu árum eru m.a.
Ytra byrði
- Þak hefur verið endurnýjað að hluta - járn endurnýjað.  Ártal endurbóta óþekkt.
- Skipt var um alla glugga í kjallara hússins og á 1. hæð árið auk hluta glugga í risi árið 2021.  
- Grafið var undir húsið og skipt um jarðveg og steypt ný plata árið 2021.  Í leiðinni var lofthæð aukin í kjallara.  Settar voru nýjar skólplagnir út að vegg, sett nýtt dren og dæla sem tekur við vatni úr brekkunni.
- Skipt var um jarðveg undir stæði fyrir einn bíl norðan við hús og steypt árið 2021.  Skipt var um jarðveg undir stæði fyrir tvo bíla sunnan megin hússins og steypt árið 2021.
- Steypt var verönd vestan við húsið með snjóbræðslu árið 2021.  Útiljósum komið fyrir í steyptum veggjum við verönd og tengi fyrir bílhleðslu sett á suðurhlið hússins. 
- Heitavatnspottur með mótorloka komið fyrir á verönd árið 2022 - rafmagnspott breytt í hitaveitu.

Miðhæð
- Skipt um alla glugga árið 2021.
- Nýlegt harðparket á gólfi í stofu, eldhúsi og öðru svefnherbergi.
- Baðherbergi uppgert árið 2023 þar sem skipt var um lagnir og sturtu, veggir klæddir og flísar lagðar á gólf.
- Nýjar sérsniðnar Plis-Sol gardínu frá Álnabæ í gluggum í svefnherbergjum og í stofu.
- Eldhúsinnrétting endurnýjuð 2015.
- Sérsniðnar gardínur í gluggum frá Álnabæ síðan 2022.

Efrihæð / ris
- Nýir gluggar í stofu 2021, aðrir gluggar síðan um 2015.
- Skipt um einangrun og settir gipsveggir.  Opnað á milli stofu og eldhúss.
- Lagt nýtt rafmagn og sett ný tafla 2019
- Gifs sett ofan á timburgólf.  Þá var sett 12 mm harðparket með þykku undirlagi til hljóðeinangrunar á milli hæða. 
- Ný eldhúsinnrétting, tæki og vaskur í eldhúsi árið 2019. 
- Nýjar yfirfelldar innihurðar 2019. 

Kjallari - endurbyggður 2021 - 2022
- Steypt ný gólfplata, lagðar hitalagnir í gólf og gólfið lagt með Stucco steinefnaspartli.
- Veggir hreinsaðir, einangraðir og klæddir.  
- Veggir eru að hluta til með Crustal kalkspartli með grófri áferð frá sérefni.
- Öll gólf og veggir á baði eru með StucDeco fljótandi náttúrustein með fíngerðri áferð.   
- Allar raflagnir lagaðar að nýju og nýrri töflu komið fyrir.  Vatnslagnir allar nýjar.
- Öll ljós eru ný og innfeld.
- Sérsmíðuð eldhúsinnrétting frá JKE og gegnheil límtrés borðplata úr eik - ný tæki.
- Allar innihurðar nýjar sem og innveggir.
-  Stýringar fyrir pott í tækjarými í kjallara.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.



 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.