Stekkjarbyggð 24 lundskógi , 607 Akureyri
40.900.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
76 m2
40.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2016
Brunabótamat
43.890.000
Fasteignamat
32.050.000

Stekkjarbyggð 24 - Skemmtilegt 3ja herbergja sumarhús ásamt gestahúsi og bílskúr/geymslu. - stærð 76,1 m² auk gestahúss.

Húsið getur verið laust til afhendingar fljótlega


Húsið er timburhús, með skráð byggingarár 2016, 45,8 m² að stærð og klætt að utan með Canexel klæðningu.
Húsið skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús og stofu í opnu rými. 

Forstofa er með vínyl parketi á gólf og þreföldum skáp. Fellistigi er í forstofunni upp á loft sem er yfir hluta hússins.
Eldhús, hvít snyrtileg L-laga innrétting með eikar bekkplötu.
Stofa og eldhús eru í opnu rými með vínyl parketi á gólfi og gluggum til þriggja átta. Hurð er út til suðurs á timbur verönd.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með vínyl parketi á gólfi. Í barnaherberginu er koja.
Baðherbergi er með vínyl parketi á gólfi, wc, hvítri innréttingu og opnanlegum glugga. Lagnir eru fyrir sturtu en eigendur hafa eins notast við útisturtuna.
Gestahús, um 5 m² að stærð. Um er að ræða bjálkahús sem búið er að einangra.
Bílskúr/geymsla er skráð 30,3 m² að stærð og útbúin úr tveimur gámum sem festir voru saman, einangraðir og klæddir að utan með bandsagaðri timbur klæðningu. Sér gönguhurð er á langhliðinni og stór vængjahurð á framhliðinni. Lagnir er í bílskúrnum fyrir þvottavél.

Annað
- Hitaveita er í húsinu.
- Um 100 m² timburverönd er með austur, suður og vesturhlið hússins. 
- Heitur pottur og útisturta eru á veröndinni.
- Gróðurhús er á lóðinni og fylgir það með við sölu eignar.
- Hluti af innbúi fylgir með við sölu eignar.
- Lóðin er leigulóð, skráð 5.346,0 m², gróin og falleg.
- Örstutt á golfvöllinn.
- Eignin er í einkasölu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.