Einholt 9 , 603 Akureyri
85.400.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
6 herb.
161 m2
85.400.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1964
Brunabótamat
71.250.000
Fasteignamat
68.950.000

Einholt 9 - Fallegt og vel skipulagt 6 herbergja einbýli á pöllum á kyrrlátum og rólegum stað - Stærð 161,9 m²

Efri hæð skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. 

Forstofa er flísalögð. Þar er opið fatahengi. 
Eldhús er með góðri gegnheilli eikar innréttingu, nýlegum eldunartækjum og blöndunartækjum, parket er á gólfi. 
Stofa er í hálfopnu rými með eldhúsi og með gluggum í tvær áttir. Parket á gólfi. Kamína fylgir. 
Tvö barnaherbergi eru á efri palli, parket á gólfi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott og með góðum fataskápum. Parket á gólfi. Gengið út á vestur svalir úr hjónaherbergi. 
Baðherbergi er með spónlagðri vandaðri innréttingu, sturtu með glerhleðslu, flísar á gólfi og veggjum. Gluggi er á baði.

Neðri hæð skiptist í þvottahús, snyrtingu, tvær geymslur og tvö herbergi.  Áður var bílskúr á neðri hæð sem ekið var niður í af bílastæði. 

Þvottahús er flísalagt. Þar er ágæt innrétting úr við. Bakdyrainngangur í þvottahúsi.
Tvö svefnherbergi eru í kjallara sem áður var hluti af bílskúr. Plastparket á gólfi. Annað þeirra er mjög rúmgott. 
Hol á neðri hæð er ágætlega rúmgott. Undir stiga er geymsla.
Snyrting er með flögutexi á gólfi.
Geymsla er með flögutexi á gólfi og góðum hillum á veggjum.

Umhverfis húsið er gróin og falleg lóð. Stórt steypt bílastæði er framan við húsið sem og stétt meðfram því að norðanverðu. Á baklóð hússins er vandaður sólpallur sem er með steypt dekk að hluta og timburdekk að hluta. Innbyggður hitaveitupottur fylgir eigninni sem og einangraður skúr á lóð. 

Annað:
- Eigendur skoða skipti 3-4 herbergja eign.
- Rólegur og skjólsæll staður
- Fallegt og snyrilegt hús
- Ljósleiðari
- Gróin lóð og góður sólpallur. 
- Góð geymsla er undir svölum. Lakkað gólf
- Geymsluskúr og heitur pottur á lóð fylgja.
- Skipt um frárennsli frá húsi út í götu, heitt-, kalt vatn og klóak (2010)

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.