Syðra-laugaland efra, 605 Akureyri
225.000.000 Kr.
Einbýli
7 herb.
625 m2
225.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1949
Brunabótamat
205.900.000
Fasteignamat
108.110.000

Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Syðra Laugaland efra í Eyjafjarðarsveit - um 10 km frá Akureyri


Eignin samastendur af stóru einbýli auk fjögurra frístundahúsa á stórri eignarlóð á fallegum stað í Eyjafjarðarsveit.  Íbúðarhúsið er um 460 m² að stærð og frístundahúsin eru 37,7 - 49,3 m² að stærð og eru í útleigu til ferðafólks.   Í senn atvinnutækifæri og afbragðs staður til búsetu í fallegu umhverfi skammt frá Akureyri.

Nánari lýsing
Íbúðarhúsið er steypt og skiptist í kjallara hæð og ris, og er með steyptum plötum á milli hæða.  Í húsinu var áður skóli og skrifstofur Eyjafjarðarsveitar áður en núverandi eigendur hússins tóku við.  
Aðalhæðin skiptist í forstofu, rúmgóða stofu eða sal, eldhús, tvö herbergi (annað mjög rúmgott), baðherbergi, salerni og þvottahús.
Forstofan er með flísum á gólfi og forstofan tengist inn á dúkalagðan gang.  Annar inngangur er á vesturhlið hússins.
Stofan er með parket á gólfi og er í öllum norðurhluta hússins með gluggum til 3ja átta.  Rýmið er mjög rúmgott og getur nýst sem matsalur fyrir gesti.
Eldhúsið er með dúk á gólfi og þar er nýleg sprautulökkuð innrétting.  Opið er úr eldhúsi í þvottahús eða þvottaðstöðu á stigapalli og þar er innrétting í stíl við eldhúsinnréttingu.
Herbergin eru tvö og á þeim báðum er parket og í öðru þeirra eru fataskápar.  Annað herbergið er mjög rúmgott eða 31 m² og möguleiki að skipta því í fleiri herbergi.
Baðherbergi er með sturtuklefa, dúk á gólfi og flísum á veggjum, en einnig er salerni á hæðinni og hvar hægt væri að koma fyrir sturtu.  Þar er dúkur á gólfi og flísar á veggjum.

Risið er 4ra herbergja íbúð sem skiptist í stigapall, rúmgóða stofu, eldhús og borðstofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Sérinngangur er í íbúðina og þar eru flísar á gólfum og steyptur stigi upp í íbúðina.
Eldhús og borðstofa eru með flísum á gólfi og þar er snyrtileg spónlögð eikarinnrétting.
Stofan með rúmgóð í norðurhluta hæðarinnar með glugga til noðurs og vesturs.
Herbergin eru þrjú, en eitt þeirra er innaf öðru.  Parket eru á gólfum.
Baðherbergið er snyrtilegt og þar er baðkar.  Flísar eru á gólfi og á veggjum, spónlögð eikarinnrétting.
Gólfhiti er í eldhúsi borðstofu og baðherbergi.

Kjallari er með geymslum og þvottahúsi og þar eru ýmist parket og flísar á gólfum.

Fjögur frístundahús standa ofar og sunnan við íbúðarhúsið og eru í útleigu til ferðafólks.  Húsin eru fullbúin húsbúnaði, öll með veröndum og útsýni. 
Parket er á gólfum og snyrtilegar innréttingar, tvö hús eru með einu svefnherbergi og tvö eru með tveimur svefnherbergjum.

- Hús byggt árið 1989, skráð 40,3 m²
- Hús byggt árið 2015, skráð 37,7 m²
- Hús byggt árið 2015, skráð 37,7 m²
- Hús byggt árið 2022, skráð 49,3 m² 

Leyfi eru fyrir byggingu 4ra húsa til viðbótar á svæðinu skv. samþykku skipulagi.
Hellulögð verönd er sunnan við húsið og með vesturhlið auk þess hellulögð stétt með með austurhlið hússins.  Heitur pottur er sunnan við húsið (bilaður sem stendur).  Stór bílaplan er norðan við húsið og heimreið að frístundahúsunum.  Sér bílastæði er við hvert hús.

Annað
-  Lóðin er 14.300 m² eignarlóð (1,43 ha)
-  Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega
-  Ljósleiðari er kominn inn og tengdur
-  Gluggar og gler hefur verið endurnýjað á efri hæð, skipt um tvær rúður á neðri hæð og bætt við gluggum á norðurstafni árið 2012.
- Drenað var austan- og sunna við hús árið 2014
- Þak er upprunalegt, báruál, málað og yfirfarið árið 2012
- Tjörn (andapollur) er vestast á lóðinni.
-  Möguleiki er að útbúa fleiri íbúðir í íbúðarhúsinu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.




 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.