Kolgerði 3 , 600 Akureyri
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
7 herb.
362 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
1974
Brunabótamat
195.550.000
Fasteignamat
127.000.000

Kolgerði 3 - Virkilega glæsilegt 7 herbergja einbýlishús staðsett innst í lítilli botnlangagötu á vinsælum stað á Akureyri - stærð 362,0 m² þar af telur bílskúr 50,0 m²

Eignin er á fjórum pöllum og skiptist með eftirtöldum hætti. 
Aðal hæð:
Forstofa, stofa, þrjú barnarherbergi og baðherbergi.
Efsti pallur: Eldhús, borðstofa, hjónaherbergi og baðherbergi. 
Miðpallur: Forstofa/millibygging, þvottahús, geymsla, sjónvarpshol, baðherbergi og svefnherbergi.
Neðsti pallur: Tómstundarsvæði og baðherbergi. 
 
Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskápum. Fyrir framan eru steyptar tröppur með hitalögnum í. Undir stigapallinum er kyndikompa.
Næst forstofu er gott svefnherbergi.
Opin og falleg stofa með góðum gluggum sem tengir á skemmtilegan máta svefnherbergin annarsvegar og eldhús/stofurými hins vegar. Þá er rennihurð út frá þessu rými út til suðurs í hellulagðan og fallegan garð með heitum og köldum pottum. Opið og upptekið loft tryggir skemmtilega og mikla birtu inn í húsið. 
Á svefnherbergisgangi eru tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum. 
Baðherbergi á þeim gangi var endurnýjað á árunum 2020-2021, með stórri walk-in sturtu, upphengdu wc, handklæðaofni, svartri innréttingu og innfelldri lýsingu. 
Gengið er upp hálfa hæð frá stofu þar sem komið er inn í opið og stórglæsilegt eldhús og borðstofu í opnu flæði. 
Eldhús var endurnýjað á árunum 2020-2021.  Sérsmíðuð innrétting frá Tak innréttingum, marmara borðplata á bekk og eyju. Eldhúsið er búið vönduðum tækjum.a. innfelldu sódavatns streymi við vaskinn. Frá eldhúsinu er einstakt útsýni til norðurs út fjörðinn. 
Borðstofan er í opnu framhaldi af eldhúsinu, þar er fallegur hlaðinn arinn og upptekin loft sem dúkur er í loftum og innfelld lýsing. 
Innst á hæðinni er hjónasvíta með hjónaherbergi með nýjum og stórum fataskápum og vel búnu og ný uppgerðu (2020-2021) baðherbergi með stóru sturtusvæði, upphengdi wc, handklæðaofni og fallegri innréttingu frá Tak innréttingum. 
Neðsta hæð hússins er með stóru og mjög rúmgóðu þvottahúsi með miklu skápaplássi. Þaðan er gengið niður í tómstundarsvæði og áfram inn á stórt og rúmgott baðherbergi sem hæglega er hægt að breyta í SPA svæði. 
"Aukaíbúð" er í rými á jarðhæð sem nú er nýtt sem sjónvarpsherbergi. Þar er einnig rúmgott og stórt svefnherbergi með stórum gluggum og stórum fataskáp, ásamt baðherbergi með sturtu og innréttingu. 
Á neðstu hæð hússins er inngangur/millibygging sem tengir húsið við bílskúr. Þaðan er hægt að ganga út í bakgarð hússins. 
Bílskúrinn er skráður 50,0 m² að stærð, flísalagður með góðum gluggum og mikilli lofthæð. Innangengt er í bílskúr frá millibyggingu. 
Góð aðkoma er að húsinu og bílaplan sem rúmar 5 bíla, hiti er í öllum plönum og stéttum umhverfis húsið. 
Lóðin er skráð 1.033,8 m² að stærð, einstaklega vel gróin, skjólsæl með góðum palli. Þar er lítið og fallegt hús sem setur skemmtilegan svip á garðinn.

Annað
- Húsið var málað að utan árið 2023.
- Húsið var mjög mikið endurnýjað á árunum 2020 - 2021 m.a. hitalagnir lagðar í gólf, eldhús endurnýjað og tvö baðherbergi endurnýjuð.
- Þakið var endurnýjað árið 2020. 
- Búið er að setja hleðslustöð 
- Seljendur skoða skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.