Halldóruhagi 6 íbúð 203 , 600 Akureyri
69.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
5 herb.
106 m2
69.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
59.400.000
Fasteignamat
58.850.000

Fasteignasalan Hvammur 466-1600

Halldóruhagi 6 íbúð 203 - Vel skipulögð 5 herbergjaíbúð á efri hæð (vestur endi) í litlu fjölbýli í Hagahverfi - stærð 106,9 m²

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning

Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, baðherbergi, fjögur svefnherbergi og geymslu innan íbúðar. 


     - Allar Innréttingar frá GKS.
     - Ljóst harðparket er á allri íbúðinni fyrir utan baðherbergið, þar eru flísar.
     - Gólfhiti er á allri íbúðinni.
     - Steyptar 13.1 m² suður svalir


Anddyrið er með ljósu harðparketi á gólfi og fjórföldum fataskáp.
Eldhúsið er með ljósu harðparketi á gólfi, innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél og ljósum efri skápum.
Stofa og eldhús er í opnu rými, þar er ljóst harðparket á gólfi og hurð út á 13.1 m² steyptar suður svalir. 
Svefnherbergin eru fjögur, öll eru þau með ljósu harðparketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, dökkri innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara, vegghengt wc, handklæða ofn og sturtu horni.
Sér geymsla er innan íbúðar inn af anddyri skráð 5.6 m² að stærð.

Annað:
- Gott útsýni er úr íbúðinni
- Vel skipulögð og nýleg eign
- Hjóla og vagnageymsla er á jarðhæð 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.



 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.