Jörðin Espihóll í EyjafjarðarsveitJörðin er steðsett að vestanverðu í Eyjafjarðarsveit um 15 km sunnan Akureyrar. Bæjarstæðið er skammt austan við Eyjafjarðarbrautina og túnin eru bæði austan vegar og í brekkum ofan við veginn. Heildarstærð lands er áætlað um 580 ha og land innan girðingar um 225 ha og þar af er ræktað land um 70 ha. Skógrækt er á um 30 ha og þar hefur verið plantað um 80.000 trjáplöntum. Jörðin stendur í fallegu umhverfi í Eyjafjarðarsveit við fjallrætur Kerlingar. Espilhóll er mjólkurbú í fullum rekstri og selst með öllu sem jörðinni og rekstrum fylgir og fylgja ber.
Íbúðarhúsið var byggt árið 1964 og er steinsteypt hús á tveimur hæðum með tveimur íbúðum. Húsið er skráð 305,8 m² að stærð og skiptist þannig að aðalíbúðin er á allri efri hæðinni og í norðurhluta neðri hæðar og auka íbúðin er í suðurhluta neðri hæðar.
Aðalíbúð skiptist í forstofu, hol/gang, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi og rúmgóða stofu á hæð, og á neðri hæð er forstofa, salerni, þvottahús og geymsla.
Aðalinngangur er á vesturhlið hússins og þar eru flísar á forstofu. Bakdyrainngangur er á austurhlið hússins.
Eldhúsið er með snyrtilegri ljósri og viðarinnréttingu með flísum á gólfi og rúmgóðum
borðkrók/borðstofu.Stofan er mjög rúmgóð og þar er parket á gólfi og útgangur á svalir til suðurs.
Hol og gangur eru með parketi á gólfi.
Herbergin eru þrjú á hæðinni á þeim öllum er parket og í tveimur þeirra eru fataskápar.
Baðherbergið er nýlega endurnýjað, flísalagt, spónlögð innrétting, sturta, upphengd wc, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Salerni er á neðri hæð.
Þvottahús er á neðri hæð og þar eru flísar á gólfi, þvottahúsinnrétting og gott skápapláss.
Rúmgóð geymsla er í kjallara sem væri hægt að nota sem herbergi.
Aukaíbúð er með sérinngangi á austurhlið og skiptist í forstofu, gang, þrjú herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Paret er á gólfum í allri íbúðinni að baðherberginu undanskildu, en þar er dúkur.
Timburverönd með skjólveggjum er sunnan við húsið.
Gróðursæll garður er í kringum og við húsið, grasflöt og trjágróður.
Útihúsin samanstanda annars vegar af sambyggðum fjósum og hlöðu norðan við íbúðarhúsið og hins vegar vélageymslum syðst á bæjarhlaðinu.
Fjósið er með skráð byggingarár 1974, lausagöngufjós með 58 legubásum og 6 stíum fyrir uppeldi sem rúma um 35 - 40 gripi. Tvær burðastíur eru í fjósinu og í sambyggðri hlöðu er um 100 m² hálmstía fyrir geldar kýr og 3 hálmstíur fyrir kálfa. Í eldra fjósi eru 26 legubásar. Í mjólkurhúsi er 5000 l tankur og mjaltarþjónninn er af gerðinni Lely A4, tekinn í notkun í nóvember 2013. Innkeyrsluhurð er til austurs úr hlöðunni á og til norðurs úr fjósinu. Haughús eru undir og við bæði fjós og flórsköfur. Mjólkurhús, tölvu- og tæknirými auk starfsmannaaðstöðu eru með flísum á gólfi.
Vélageymlur eru tvær, annars vegar braggabygging, byggð árið 1950 skráður 94,0 m² að stærð og hins vegar gott stálgrindarhús byggt árið 1993 skráð 364,2 m² að stærð. Vélageymslan er tvískipt, annars vegar er um að ræða upphitað verkstæði í austurenda með innkeyrsluhurð á norðurhlið og hins vegar í óeinangraður salur með innkeyrsuhurð á vesturhlið. Innkeyrsluhurð er einnig innahúss á milli rýmanna. Sunnan við vélageymslurnar eru gömul en nothæf kartöflugeymsla og hænsnakofi.
Bústofn telur í dag samtals um 144 gripi og þar af eru mjólkurkýr 66. Greiðsmark árins 2024 eru 457.345 lítrar.
Espihóll er einstaklega snyrtileg jörð og allt umhverfið til mikilla fyrirmyndar en jörðin fékk nafnbótina fyrirmyndarbú Landssambands Kúabænda árið 2017 en verðlaunin eru veitt því búi sem þykir til fyrirmyndar á ýmsum sviðum.
Annað - Espihóli fylgir einnig jörðin Espigrund II sem er samliggjandi
- Íbúðarhúsið er kynnt með hitaveitu.
- Ljósleiðari er kominn inn tengdur.
- Ábúendur heyja um 20 ha á nágrannajörðum.
- Rekstraraðili og eigandi er Espihóll ehf
- Véla- og tækjalisti er til á skrifstofu.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson á skrifstofu í
[email protected] eða 8621013