Sunnubraut 5 , 620 Dalvík
79.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
217 m2
79.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1976
Brunabótamat
97.000.000
Fasteignamat
55.900.000

Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Sunnubraut 5 Dalvík - Skemmtilegt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með 52,2 m² bílskúr og jafn stóru geymslurými undir. Heildarstærð eignar  217,5 m²

Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús/bakinngang. 

Forstofa er með teppi á gólfi og nýlegri (2020) útidyrahurð. Fyrir framan er steypt stétt með hitalögnum í, kynnt með affalli. 
Eldhús, viðar innrétting með góðu bekkjar- og skápaplássi. Flísar eru á milli skápa og korkur á gólfum. Nýr bakaraofn 2024. 
Stofa og gangur eru með parketi á gólfi. Í stofu er loft tekið upp, stórir gluggar til austur og hurð út á steypta verönd.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með parketi á gólfi. Fataskápur er í einu herbergi.  
Baðherbergi er með dúk á gólfi og panel á veggjum. Viðar innrétting, wc, baðkar, sturta og opnanlegur gluggi.
Þvottahús nýtist einnig sem annar inngangur fyrir eignina. Þar er lakkað gólf, bekkur með vask og nýleg útidyrahurð ( 2020).
Geymsla er inn af þvottahúsinu með flísum á gólfi og glugga. 

Bílskúr er skráður 52,2 m² að stærð. Þar er lakkað gólf, gönguhurð og rafdrifin innkeyrsluhurð. Innst er lítið baðherbergi með handlaug, wc, sturtu og opnanlegum glugga. 
Undir bílskúrnum er jafn stórt rými sem búið er að skipta upp í þrjár geymslur. Hægt er að ganga inn á neðri hæðina bæði um hurð á austurhliðinni og um gat í gólfi í bílskúr. Ekki er full lofthæð.  

Annað:
- Gler var endurnýjað að stærstum hluta árið 2022. Gler fylgir með í þá glugga sem ekki er búið að endurnýja. 
- Búið er að endurnýja neysluvatnslagnir í íbúðarhúsi.
- Húsið var málað að utan árið 2019.
- Nýtt járn var sett á þakið og nýr pappi árið 2019.
- Búið er að endurnýja rafmagnstengla. 3ja fasatenglar í bílskúr. 
- Stórt bílaplan með hitalögnum í, kynnt með affalli.
- Vinsæl staðsetning, stutt í sundlaug og grunnskóla.
- Eignin er í einkasölu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.