Vesturgata 2 , 625 Ólafsfjörður
22.900.000 Kr.
Einbýli
1 herb.
42 m2
22.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1945
Brunabótamat
18.350.000
Fasteignamat
10.750.000

Vesturgata 2 - Lítið og skemmtilegt bárujárnsklætt timburhús auk geymsluskúrs á 259 m² baklóð á Ólafsfirði 
Húsið er með skráð byggingarár 1945 og 42,5 m² að stærð auk svefn- og geymsluslofts.
Hér er um að ræða eign sem bæði getur hentað fyrir heilsárs búsetu og eða útleigu

 
Eignin var mikið endurnýjuð fyrir 10- 15 árum.

Húsið skiptist í forstofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu, eldhús og stofu í opnu rými og eitt svefnherbergi. Úr stofu er farið upp á loft sem er tvískipt, annarsvegar geymsluloft og hinsvegar svefnloft.

Forstofa er með lökkuðu timburfjölum á gólfi.
Eldhús og stofa eru í opnu  rými. Þar er harðparket á gólfi og snyrtileg ljós eldhúsinnrétting með grárri bekkplötu. Lúga er í loftinu í stofunni þar sem farið er upp á svefnloft og geymsluloft. 
Baðharbergi er með dúk á gólfi og hluta veggja, innréttingu, wc, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.  
Svefnherbergi er með harðparketi á gólfi
Loft er yfir um 2/3 hluta hússins og skiptist það í svefnloft með dúk á gólfi og geymslu.  

Á lóð er geymsluskúr, smíðaður árið 2014. Möguleiki væri að einangra hann og nýta sem t.d. gestahús.

Annað
- Timburverönd er með suður hlið hússins og fyrir framan forstofu og að geymsluskúrnum. 
- Heiturpottur, skel er á veröndinni. 
- Raflagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta.
- Vatnslagnir og ofnar hefur verið endurnýjað að hluta.
- Þakskyggni hefur verið endurnýjað.
- Húsið er á baklóð og er aðgengi um gönguleið frá Vesturgötu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.