Einstakt einbýli með aukaíbúð á útsýnislóð við Löngumýri 36 á Akureyri.Húsið er skráð 245,8 m² að stærð og skiptist í rúmgóða 4ra herbergja íbúð á efri hæð, stúdíó íbúð og geymslu á jarðhæð og vinnustofu/bílskúr.
Húsið var byggt árið 1958 og hannað af Mikael Jóhanssyni og stendur nyrst í Löngumýrinni og byggt fram á brekkubrún, með einstöku útsýni. Vinnustofa var byggð við húsið árið 2000.
Eignin skiptist með eftirfarandi hættiEfri hæð skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og bakvinnslueldhús/búr/þvottahús.
Neðri hæð er með sérinngangi í aukaíbúð sem skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, hol og eitt herbergi auk geymslu. Á hæðinni er einnig rúmgott geymslurými sem var áður bílskúr.
Vinnustofa er skráð 53,3 m² að stærð og er eitt opið rými auk forstofu. Úr forstofunni er einnig hægt að fara inn í geymslurýmið sem áður var bílskúr.
Nánari lýsingAðalinngangur er af stigapalli á vestuhlið hússins. Forstofan er með flísum á gólfi og þar eru fataskápar með gler-rennihurðum. Steindir gluggar er í forstofunni sem setja mikinn svip á rýmið.
Eldhús og borðstofa erum með parketi á gólfi og í eldhúsi er sérsmíðuð birki innrétting með eldunareyju. Innaf eldhúsi er búrskápur og ræstiskápur með rennihurðum og þar fyrir innan er bakvinnslueldhús sem einnig nýtist sem þvottahús. Þar eru flísar á gólfi, snyrtileg innrétting og vaski.
Stofan er með parketi á gólfi niður í hana eru tvö þrep frá borðstofu. Stór gluggi til norð-austurs setur mikinn svip á rýmið og þaðan er einstakt útsýni út fjörðinn að Kaldbak. Sérsmíðaður birkiskenkur skilur að stofu og borðstofu og fylgir hann með við sölu.
Svefnherbergin eru þrjú og á þeim öllum er parket. Í tveimur þeirra eru fataskápar og úr einu er útgangur á verönd.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og hluta veggja. Sturta, upphengt wc, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Aukaíbúðin er með sér inngangi á neðri hæð.
Forstofa og gangur eru með svörtum mustang flísum á gólfi.
Eldhús er með mustang flísum á gólfi snyrtilegri ljósri sprautulakkaðri innréttingu og þar þvottavél í innréttingu sem fylgir með við sölu.
Baðherbergið með mustangflísum á gólfi, sturtuklefa og handlaug.
Svefnherbergið er með parketi á gólfi.
Geymsla með vinyldúk á gólfi.
Sá mögueiki er fyrir hendi að stækka íbúðina inní geymslurýmið sem áður var bílskúr, og þar væri hægt að gera stóra stofu, eða stofu og herbergi.
Vinnustofan er skráð 53,3 m² og inní hana er sérinngangur í millibyggingu á milli húss og vinnustofu. Vinnustofan er eitt opið rými með lökkuðu gólfi og stórum glugga til norð-austurs, í stíl við sambærilegan glugga á stofunni ef svo má segja. Loftin eru tekin upp og rýmið nýtist mjög vel sem vinnustofa eða skrifstofa, jafnvel íbúð.
Einfalt er að breyta vinnustofunni í tvöfaldan bílskúr. Úr forstofunni er einnig hægt að fara inní geymsluna sem áður var innbyggður bílskúr skv. upphaflegu skipulagi hússins.
Tæknirými er undir stigapalli og þar er bæði rafmagnstafla og hitaveitugrind sem og ágætt geymslurými.
Lóðin er snyrtileg. Grasflöt og timbuverönd er framan við húsið og timburverönd ofan við húsið eða við suð-vesturhlið. Fram við götu eru snyrtilega klipptir runnar (blóðheggur) og innan við lóðarmegin runnabeð með fjölbreyttum tegundum af lágvöxnum runnagróðri. Falleg grjóthleðsla undir stétt í aðalaðkomu að húsinu. Staðsetning lóðarinnar er einstök, frammi á brekkubrún.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.