Fannagil 5 - Skemmtilegt 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á vinsælum stað í Giljahverfi. Húsið er klætt að utan með ljósum steini, Nova-brikk. Neðri hæð er steypt og efri hæð smíðuð úr timbri.
Heildarstærð hússins er 261,1m² og þar af er bílskúrinn 42,7 m².Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Á efri hæð eru forstofa, eldhús og stofa í opnu rými, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Á neðri hæð eru forstofa, sjónvarpshol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymsla og bílskúr.
Aðal forstofa er á palli milli hæðanna og þar eru ljósar flísar á gólfi og á stiga.
Í eldhúsi er hvítmáluð innrétting að hluta með máluðum flísum milli skápa. Nýleg eldunareyja með helluborði og góðu skápaplássi. Harðparket á gólfi.
Stofan er í opnu rými með eldhúsi og er rúmgóð og björt. Harðparket er á gólfi. Úr stofu eru tvær svalahurðir og er þaðan gengið út á timburverönd sem liggur meðfram suður- og vesturhlið hússins.
Baðherbergi efri hæðar er flísalagt í hólf og gólf. Þar er dökk innrétting og skápur og upphengt wc. Í dag eru þvottavél og þurrkari á baðherberginu en hægt væri að setja baðkar eða sturtu. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Baðherbergi neðri hæðar er án gólfefna. Þar er nýleg dökk innrétting, upphengt wc og hlaðin sturta.
Svefnherbergin eru fimm talsins, þrjú þeirra eru á efri hæðinni og tvö á neðri hæðinni. Öll eru þau með harðparketi á gólfi. Inn af hjónaherberginu er fataherbergi, skráð 3,1 m² að stærð. Annað herbergið á neðri hæð var áður geymsla, en þar er búið að útbúa rúmgott herbergi, með fataherbergi inn af.
Sjónvarpshol er á neðri hæðinni. Þar er harðparket á gólfi og skápar á gangi. Af gangi neðri hæðar er annar inngangur í húsið að norðanverðu og lítil forstofa sem er flísalögð.
Geymsla er á neðri hæð inn af sjónvarpsholinu. Einnig er geymslurými undir stiga milli hæða.
Bílskúr er skráður 42,7 m² að stærð og er innangengt í hann úr íbúð. Innkeyrsluhurð er breið og með rafmagnsopnara. Hvít innrétting og hillur á vegg. Gönguhurð er til norðurs út úr bílskúr.
Annað:- Frábært útsýni er úr eigninni.
- Búið er að kaupa flísar á baðherbergi efri hæðar sem fylgja með og einnig hvíta ikeaskápa í innréttingu á það baðherbergi
- Bílaplan er steypt og með hita í, lokað snjóbræðslukerfi.
- Hiti í tröppum að útidyrahurð.
- Gott geymslupláss er í húsinu og köld geymsla undir sólpalli.
- Eignin er í einkasölu
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.