Skólastígur 9 íbúð 101 , 600 Akureyri
58.900.000 Kr.
Hæð/ Hæð í þríbýlishúsi
5 herb.
120 m2
58.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1947
Brunabótamat
57.800.000
Fasteignamat
47.100.000

Skólastígur 9 - Akureyri. Vel skipulögð 5 herbergja hæð (miðhæð) með sér inngangi í þríbýli á góðum stað á Brekkunni  - stærð 120 m²

Eignin skiptist í forstofu, hol, tvöfalda stofu, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, sameiginlegt þvottahús og tvær geymslur í kjallara.

Forstofa er með flísum á gólfi og forstofuskáp.
Hol og stofur eru með parketi á gólfi. Auðvelt að breyta annarri stofunni í svefnherbergi og þaðan er einnig gengið út á timburpall með tröppum niður í garð.
Eldhús er með flísum á gólfi og ljósri snyrtilegri innréttingu með stæði fyrir uppþvottavél.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, baðkari með sturtutækjum, ljósri innréttingu og opnanlegum glugga.  
Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi og fataskápur er í tveimur þeirra.
Sameiginlegt þvottahús er í kjallara með sér stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Tvær geymslur eru í kjallara, önnur var lítið baðherbergi og eru rör fyrir það.

Annað:
- Húsið var heilsparslað og málað 2023
- Skipt um glugga og gler á geymslum og sameiginlegum stigagangi 2023
- Tröppur múraðar og málaðar 2024
- Stutt er í grunnskóla
- Stutt er í sundlaug, líkamsrækt og Íþróttahöllina

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.