Einholt 9 - Fallegt og vel skipulagt 6 herbergja einbýli á pöllum á kyrrlátum og rólegum stað - Stærð 161,9 m²Efri hæð skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er flísalögð. Þar er opið fatahengi.
Eldhús er með góðri gegnheilli eikar innréttingu, nýlegum eldunartækjum og blöndunartækjum, parket er á gólfi.
Stofa er í hálfopnu rými með eldhúsi og með gluggum í tvær áttir. Parket á gólfi. Kamína fylgir.
Tvö
barnaherbergi eru á efri palli, parket á gólfi.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott og með góðum fataskápum. Parket á gólfi. Gengið út á vestur svalir úr hjónaherbergi.
Baðherbergi er með spónlagðri vandaðri innréttingu, sturtu með glerhleðslu, flísar á gólfi og veggjum. Gluggi er á baði.
Neðri hæð skiptist í þvottahús, snyrtingu, tvær geymslur og tvö herbergi. Áður var bílskúr á neðri hæð sem ekið var niður í af bílastæði.
Þvottahús er flísalagt. Þar er ágæt innrétting úr við. Bakdyrainngangur í þvottahúsi.
Tvö
svefnherbergi eru í kjallara sem áður var hluti af bílskúr. Plastparket á gólfi. Annað þeirra er mjög rúmgott.
Hol á neðri hæð er ágætlega rúmgott. Undir stiga er geymsla.
Snyrting er með flögutexi á gólfi.
Geymsla er með flögutexi á gólfi og góðum hillum á veggjum.
Umhverfis húsið er gróin og falleg lóð. Stórt steypt bílastæði er framan við húsið sem og stétt meðfram því að norðanverðu. Á baklóð hússins er vandaður sólpallur sem er með steypt dekk að hluta og timburdekk að hluta. Innbyggður hitaveitupottur fylgir eigninni sem og einangraður skúr á lóð.
Annað:- Eigendur skoða skipti 3-4 herbergja eign.
- Rólegur og skjólsæll staður
- Fallegt og snyrilegt hús
- Ljósleiðari
- Gróin lóð og góður sólpallur.
- Góð geymsla er undir svölum. Lakkað gólf
- Geymsluskúr og heitur pottur á lóð fylgja.
- Skipt um frárennsli frá húsi út í götu, heitt-, kalt vatn og klóak (2010)
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.