Hindarlundur 6 , 600 Akureyri
110.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
150 m2
110.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1996
Brunabótamat
89.550.000
Fasteignamat
87.150.000

Fasteignsalan Hvammur 466 1600 - Einkasala

Fallegt og vel við haldið 5 herbergja einbýli með bílskúr við Hindarlund 6 á Akureyri. Húsið er skráð 150,2 m² að grunnfleti en auk þess eru um 40,0 m² í risi.  (fermetraverð 579.000)

Húsið skiptist þannig að á hæðinni er forstofa, gangur, eldhús, stofa og borðstofa, baðherbergi, tvö svefnherbergi og þvottahús, auk bílskúrs og geymslu. Í risi er sjónvarpsherbergi, vinnurými eða geymsla og eitt svefnherbergi.
Húsið er steypt, með fallegum margrúðu gluggum og miðjustilltri yfirbyggingu á súlum yfir aðalinngangi sem setur mikinn svip á húsið.

Lóðin er einstaklega snyrtileg og allt í kringum húsið er hellulagt með uppbroti í beðum með fjölbreyttum gróðri. Rúmgott hellulagt bílaplan er framan við bílskúr og í því er snjóbræðsla sem og í hluta að gönguleið heim að húsi. Skjólgirðing og veggir eru með þremur hliðum hússins, góð útigeymsla, flaggstöng, tjörn og kartöflugarður/beð.

Forstofan er með flísum á gólfi og þar er þrefaldur spónlagður fataskápur og stór spegill.
Eldhúsið er með snyrtilegri hvíttaðri viðarinnréttingu og flísum á milli skápa. Ísskápur með frysti er innfelldur í innréttingu og fylgir með við sölu eignar.  Úr borðkrók er "frönsk" hurð út á hellulagða verönd til vesturs. Rennihurð er á milli eldhúss og stofu. 
Stofa og borðstofa eru með heillímdu parketi á gólfi og gluggum til suðurs og austurs.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, rúmgóðri walk-in sturtu með gleri, fallegri spónlagðri eikar innréttingu með ljósri stein bekkplötu og opnanlegum glugga. Hiti er í gólfi og er honum stýrt í gegnum handklæðaofn. Innfelld lýsing er í lofti. 
Svefnherbergin eru tvö á hæðinni og eitt í risi, öll með parketi á gólfi og í hjónaherbergi er stór spónlagður fataskápur. 
Þvottahúsið er með flísum á gólfi, ljósri sprautulakkaðri innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara og þar er einnig bekkur með skolvaska. Gengið er í gegnum þvottahúsið þegar farið er inn í bílskúr.
Bílskúrinn er flísalagður og innst í honum er geymsla. Innkeyrsluhurð er með rafdrifnum hurðaropnara og gönguhurðir eru tvær, önnur út á bílastæði við hliðina á innkeyrsluhurðinni og hin til austurs út á baklóð. Hvítir sprautulakkaðir fataskápar eru í bílskúrnum og timburstigi upp í risið.
Geymsla er innst í bílskúrnum með flísum á gólfi, hillum og opnanlegum glugga. 

Yfir húsinu öllu sem og bílskúrnum er risloft sem óskráð er í heildarfermetrum hússins. Þar eru um 40 m² hvar lofthæð er yfir 180 cm en nýtanlegt pláss er talsvert meira og gott geymslupláss undir súð. Uppá loftið er farið um timburstiga í bílskúr og þar er komið uppí herbergi í norður hluta sem nú er nýtt sem sjónvarpsherbergi með glugga til norðurs. Yfir miðju húsinu er rúmgott pláss sem nýtist sem vinnu- og/eða tölvuherbergi. Syðst á loftinu er svo rúmgott herbergi með glugga til suðurs.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.