Sporatún 10 - Vel skipulögð 5 herbergja parhúsaíbúð á einni hæð með innbyggðum bílskúr - stærð 161,0m². Rúmgóð steypt verönd er með vestur og suðurhlið hússins.Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús með vandaðri innréttingu og innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Ljósar flísar á gólfi og á milli skápa. Eyja nýtist sem eldhúsborð og innrétting fyrir borðbúnað. Undir henni er flísalagt þannig sá möguleiki er fyrir hendi að fjarlægja eininguna.
Stofa er í opnu rými með
eldhúsi. Þar eru ljósar flísar á gólfi og innfelld lýsing í lofti. Úr stofu er gengið út á stóra steypta verönd sem er með allri vestur hliðinni og nær suður fyrir húsið. Lagnir fyrir heitan pott eru til staðar og snjóbræðsla er í veröndinni.
Sjónvarpshol er til hliðar úr stofu og með flísum á gólfi. Möguleiki er að breyta því í fjórða svefnherbergið.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með rúmgóðum fataskápum og ljósum flísum á gólfi. Gengið er úr hjónaherberginu út á veröndina til vesturs.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Vönduð innrétting, baðkar og walk-in sturta, upphengt klósett og handklæðaofn.
Þvottahús er á tengigangi milli íbúðar og bílskúrs. Þar eru flísar á gólfi og góð innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og þar er einnig bekkur með vaska.
Bílskúr er með epoxy á gólfi. Innkeyrsluhurðin er með rafdrifnum hurðaropnara og í bílskúrshurðinni er gönguhurð. Fyrir framan bílskúrinn er steypt bílaplan með snjóbræðslukerfi.
Annað:- Mjög vel um gengin og snyrtileg íbúð.
- Gott aðgangi.
- Snjóbræðsla er í steypum flötum, bæði bílastæði og verönd - lokað kerfi.
- Gólfhiti er í allri íbúðinni.
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá hyrnu með spónlagðri eik
- Lýsing er í skyggni framan á húsi.
- Eignin er í einkasölu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.