Undirhlíð 1 íbúð 106 - 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í 5 hæða fjöleignarhúsi í Glerárhverfi - stærð 62,0 m², þar af er geymsla 4,9 m² Eignin skiptist í forstofu/gang, eldhús og stofu í opnu rými, svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa/gangur er með vinyl parket á gólfi. Skápur er á ganginum.
Eldhúsið er með plastlagðri innréttingu, hvít og með viðaráferð. Uppþvottavél fylgir með við sölu eignar.
Stofa og eldhús eru í opnu rými. Þar er vinyl parket á gólfi og rennihurð út á steypta 10,3 m² verönd. Möguleiki er að setja svalalokunarkerfi ofan á handrið.
Svefnherbergið er með vinyl parket á gólfi og þar er stór plastlagður fataskápur.
Baðherbergið er með vinyl parket á gólfi og plastlagðri innréttingu, hvít og með viðaráferð. Sturtugólf er einhalla og aðskilið frá gólfi með stállista. Gólf og veggir í sturtu er flísalagt. Inn á baðherbergi er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Sér
geymsla er í kjallara, 4,9 m² að stærð.
Annað- Mynd-dyrasími er í hverri íbúð.
- Hljóðdeyfandi loftaplötur eru í öllum loftum að baðherbergi undanskildu.
- Stutt er í Bónus.
- Dýrahald er leyft
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.