Aðalgata 16 Siglufirði - Mikið endurnýjað 5 herbergja hús á tveimur hæðum - stærð 158,0 m²Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Neðri hæð, 79 m²: Forstofa, hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Efri hæð, 79 m²: Sjónvarpshorn, snyrting, þrjú svefnherbergi, stofa og eldhús.
Forstofa er með flísum á gólfi, þreföldum skáp og nýlegri útidyrahurð. Úr forstofu liggur timbur stigu upp á efrihæðina.
Eldhús hefur verið endurnýjað, þar er hvít innrétting og eyja með góðu skápa- og bekkjarplássi. Flísar eru á milli skápa og harð parket á gólfi. Opið er á milli stofu og eldhúss.
Stofa er með harð parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta.
Sjónvarpshornið er með harð parketi á gólfi.
Svefnherbergin eru 6 talsins, þrjú á hvorri hæð - en voru áður fjögur talsins, þrjú á neðri hæð og eitt á efri, en bætt hefur verið við herbergjum á efri hæð. Harð parket er á gólfum í þeim öllum og fataskápar í tveimur.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað, þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, eikar innrétting, upphengt wc og sturta með innfeldum tækjum. Lagnir eru í gólfinu fyrir gólfhita en þær eru ótengdar.
Snyrting er á efri hæðinni, með flísum á gólfi og hluta veggja, eikar innréttingu og upphengdu wc.
Þvottahús er með flísum á gólfi og þaðan er hurð út.
Annað- Húsið var steinað og málað að utan sumarið 2020
- Þak var málað og settar nýjar þakrennur árið 2020
- Neysluvatnslagnir í eldhúsi og baðherbergi voru endurn. 2017.
- Raflagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta.
- Hluti af ofnum og ofnalögnum hefur verið endurnýjað.
- Geymsluloft er yfir íbúðinni og er fellistig upp á það
- Bílaplan er hellulagt.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.