Norðurgata 45 efri hæð , 600 Akureyri
69.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
188 m2
69.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
75.920.000
Fasteignamat
61.200.000

Skemmtileg 4ra herbergja efri sérhæð í tvíbýli með bílskúr við Norðurgötu 45 á Eyrinni á Akureyri - samtals 188,4 m² að stærð og þar af telur bílskúr 25,2 m²

Íbúðin skiptist í forstofu og stigauppgang, borðstofu/hol, stofu, þrjú svefnherbergi, fataherbergi, eldhús, búr, baðherbergi, þvottahús og tvær geymslur í kjallara.

Sér inngangur er inn í íbúðina og forstofan og stiguppgangan er í opnu og björtu rými með stórum glugga til austurs.  Af stigapalli er farið út á svalir.
Eldhús er með lökkuðu gólfi, ljósri innréttingu með grárri bekkplötu og flísum á milli skápa. Inn af eldhúsinu er lítið búr.
Borðstofan/holið er með lökkuðu gólfi.
Stofa er með dökku parketi á gólfi og stórum gluggum til suðurs. Opið er úr stofunni inn í eitt af svefnherbergjunum. 
Svefnherbergin eru þrjú, tvö þeirra með lökkuðu gólfi og eitt með parketi. Skápar eru í einu herbergjanna og útgangur á svalir.  
Fataherbergi/geymsla er á gangi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, ljós innrétting, sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús er á jarðhæðinni og er jafnframt annar inngangur í íbúðina. Þar er lakkað gólf og timbur stigi niður í kjallara. 
Tvær geymslur eru í kjallara og þar er hitaveitugrindin og rafmagnstaflan.
Bílskúr er skráður 25,2 m² að stærð, stakstæður og stendur á norð-vesturhluta lóðarinnar. Þar er aðeins kalt rennandi vatn. Framan við hann er stórt malborið bílaplan sem tilheyrir íbúðinni.
Lóðin er gróin og í óskiptri sameign með íbúð á neðri hæð að undanskildu bílastæði við bílskúr sem er aðeins fyrir efri hæðina.

Annað
- Risloft er yfir íbúðinni, steypt loftaplata. Lúga með stiga er uppá loftið af gangi. 
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Sér hiti og sér rafmagn.
- Tveir sér inngangar.
- Tvennar svalir.
- Stutt í skóla, leikskóla og verslun.
- Göngufæri við miðbæinn.
- Skemmilega hönnuð íbúð sem vert er að skoða.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.