Hafnartún 28 , 580 Siglufjörður
49.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
5 herb.
123 m2
49.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
62.700.000
Fasteignamat
29.400.000

Hafnartún 28 - Mikið endurnýjuð og vel skipulögð 5 herbergja parhúsaíbúð á tveimur hæðum á Siglufirði - stærð 123,7 m² 

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Neðri hæð:
 Forstofa, snyrting, gangur, þrjú svefnherbergi, geymsla og þvottahús.
Efri hæð: Eldhús, stofa, hol, svefnherbergi og baðherbergi. 

Forstofa er með flísum á gólfi, gólfhita, "handklæða"ofni og þreföldum fataskáp. 
Hol á neðri hæð er með nýlegu hvíttuðu harð parketi á gólfi og þaðan liggur teppalagður timburstigi upp á efri hæðina. 
Svefnherbergin eru fjögur, þrjú á neðri hæðinni, öll með nýlegu hvíttuðu harð parketi á gólfi, tvöföldum fataskápum og nýlegum hvítum innihurðum. Svefnherbergi á efri hæðinni er með eins harð parketi og viðarlitaðri rennihurð. Fyrir framan er hol með sérsmíðuðum fataskápum og lúga upp á loft. 
Eldhús, hvíttuð viðar innrétting (2013) með flísum á milli skápa og hvíttað harð parket á gólfi. Stæði er í innréttingu fyrir uppþvottavél og ísskáp. Fyrir framan eldhúsið er góður borðkrókur og úr honum er útgengt á timbur verönd.
Stofa er með hvíttuðu harð parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og þiljum á veggjum, dökkri innréttingu og speglaskáp, upphengdu wc, handklæðaofni, walk-in sturtu með innfelldum tækjum og hurð út á yfirbyggðar svalir. Hiti er í gólfi.
Snyrting er á neðri hæðinni, þar eru flísar á gólfi og þiljur á veggjum, dökk innrétting og upphengt wc. Gólfhiti og handklæðaofn. 
Geymsla er með dúk á gólfi. Gengið er í gegnum geymsluna þegar farið er inn í þvottahús.
Þvottahús nýtist sem annar inngangur fyrir íbúðina. Þar er dúkur á gólfi, skolvaskur og hvítir skápar.  

Annað
- Köld geymsla er við bakdyrainngang
- Hvítar innihurðar og harð parket er frá Birgison.
- Eignin var mjög mikið endurnýjuð á árunum 2020 - 2021. Nýtt harð parket, nýjar innihurðar, sérsmíðaðir fataskápar frá Brúnás o.fl.
- Í framkvæmdunum 2020-2021 voru baðherbergi og snyrting endurnýjað og lagðar nýjar neysluvatnslagnir í eldhús, baðherbergi og á snyrtingu.
- Gólfhiti er í forstofu, á snyrtingu og á baðherbergi og er honum stýrt í gegnum ofna.
- Gler var endurnýjað árið 2022.
- Sér hitaveita og sér rafmagn.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.