Hvanneyrarbraut 44 neðri hæð , 580 Siglufjörður
32.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
99 m2
32.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1947
Brunabótamat
41.000.000
Fasteignamat
20.850.000

Hvanneyrarbraut 44 - Mikið endurnýjuð 4ra herbergja neðri hæð með sér inngangi í tvíbýlishúsi á Siglufirði - stærð 99,4 m²
Skemmtilegt sjávar- og fjallaútsýni er úr íbúðinni. 


Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, snyrtingu, sturtuherbergi og sameiginlegt þvottahús.

Forstofa er með flísum á gólfi. Úr forstofu er gengið inn á hol með ljósu harð parketi á gólfi og innfelld lýsing í lofti. Opið hengi er á holinu. Fyrir framan forstofu er timbur verönd.
Eldhús var endurnýjað árið 2019, þar ljóst harð parket á gólfi, gólfhiti og vönduð innrétting með flísum á milli skápa. Ísskápur og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar. Innfelld lýsing er í lofti. 
Stofa er með ljósu harð parketi á gólfi. 
Svefnherbergin eru þrjú, öll ágætlega rúmgóð og með ljósu harð parketi á gólfi. Fataskápar eru í öllum herbergjum. 
Snyrting er með gráum flísum á gólfi, hvítri innréttingu og wc. 
Sturtuherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, dökkri innréttingu með handlaug, innfelldri lýsingu í lofti og opnanlegum glugga. 
Þvottahús er í sameign með efri hæðinni, þar er lakkað gólf, efri skápa og opnanlegur gluggi. 

Annað
- Nýtt harð parket var lagt á íbúðina og settar upp nýjar hvítar innihurðar árið 2024.
- Búið er að endurnýja neysluvatns- (2019) og frárennslislagnir.
- Búið er að endurnýja ofna og ofnalagnir að hluta. Gólfhiti er í sturtuherbergi og eldhúsi.
- Ný rafmagnstafla árið 2020 og búið er að endurnýja hluta af raflögnum og tengla.
- Búið er að endurnýja alla glugga nema 2 í íbúðinni.
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Húsið hefur verið einangrað og klætt að utan og þak hefur verið endurnýjað.
- Eignin er í einkasölu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.