Hvanneyrarbraut 65 - Mikið endurnýjað 5 herbergja einbýlishús á einni hæð á Siglufirði - stærð 119,9 m²
Virkilega skemmtilegt útsýni er úr eigninni Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Á baklóðinni er um 8 m² geymsluskúr.
Forstofa er með vínylparketi og fataskáp. Hiti er í gólfi.
Eldhús hefur nýlega verið endurnýjað, þar er hvít innrétting með dökk grárri bekkplötu og hvítum flísum fyrir ofan. Ísskápur er innfelldur í innréttingu og fylgir með við sölu eignar. Borðkrókur með föstum setubekk. Siemens ofnar, helluborð og vifta. Vínylparket er á gólfi og gólfhiti.
Stofa og borðstofa eru með vínylparketi á gólfi og hurð til suðurs út á timbur verönd. Stór útsýnisgluggi út á fjörðinn.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með vínylparketi á gólfi og þrjú með fataskápum.
Baðherbergi hefur nýlega verið endurnýjað. Gráar flísar á gólfi og veggjum, gólfhiti, hvít innrétting, upphengt wc, handklæðaofn og walk-in sturta með innfelldum tækjum. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Þvottahús nýtist sem annar inngangur fyrir eignina, þar eru flísar á gólfi, gólfhiti, hvít innrétting, "handklæðaofn" og opnanlegur gluggi.
Lóðin er skráð 715 m² að stærð, gróin og með timbur verönd. Á baklóðinni er nýlegur (2023) einangraður geymsluskúr um 8 m² að stærð.
Annað Húsið var mikið tekið í gegn árið 2020:- Eldhús var endunýjað s.s. innréttingar, tæki sem og vatns- og raflagnir.
- Baðherbergi var endurnýjað, s.s. innrétting, tæki sem og vatns- og raflagnir.
- Þvottahús var endurnýjað, innrétting, tæki sem og vatns- og raflagnir.
- Gólfhiti settur í eldhús, baðherbergi, þvottahús, gang forstofu.
- Nýjir fataskápar settir í forstofu og öll herbergi nema eitt.
- Vinylparket frá Birgisson sett á öll gólf nema þvottahúsi og baðherbergi en þar eru flísar.
- Nýja hvítar innihurðar.
- Ofnar og ofnalagnir endurnýjaðar endurnýjað að hluta.
- Vatnsinntök endurnýjuð
- Rafmagnstafla endurnýjuð.
- Húsið málað að utan
- Ljósleiðari settur inn og nettengingar/box, sett inn í stofu, eldhús, og öll svefnherbergi neima eitt.
- Þak og þakkantur var endurnýjað árið 2010.