Bylgjubyggð 63 , 625 Ólafsfjörður
42.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
116 m2
42.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1990
Brunabótamat
62.800.000
Fasteignamat
26.550.000

Fasteignasalan Hvammur 466 1600 

Bylgjubyggð 63 - Mjög mikið endurnýjuð 4ra herbergja parhúsaíbúð, suður endi á Ólafsfirði - stærð 116,0 m²


Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu og borðstofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og þvottahús. Á baklóðinni er um 15 m² geymsluskúr sem fylgir með við sölu eignar. 

Forstofa er með gráum flísum á gólfi og þreföldum skáp. 
Eldhús hefur verið endurnýjað, þar er hvít innrétting frá HTH með innfelldum ísskápa og uppþvottavél sem fylgja með við sölu eignar. Ljós bekkplata og flísar á hluta veggja. 
Stofa og borðstofa eru í opnu rými þar sem ljóst harð parket er á gólfi og loft eru tekin upp. Úr stofu er hurð út á verönd, steypt og timbur og með timbur skjólveggjum. Rafmagnpottur er á veröndinni og fylgir hann með við sölu. 
Baðherbergi hefur verið endurnýjað, þar eru gráar flísar á gólfi og hvítar á hluta veggja, eikarlituð innrétting og skápur, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi. 
Svefnherbergin eru þrjú, öll með ljósu harð parketi á gólfi og tvö með fataskápum. 
Þvotthús getur nýst sem annar inngangur fyrir eignina en þar er hurð út til suðurs. Gráar flísar er á gólfum og nýleg (2022) hvít innrétting. Lítið geymsluloft er yfir hluta. 

Annað
- Loft eru tekin upp í öllum rýmum og á holinu er þakgluggi sem gefur skemmtileg birtu inn í íbúðina.
- Gólfhiti er í öllum rýmum nema svefnherbergjum. Steypt var ný gólfplata þegar gólfhitinn var lagður.
- Nýtt gler var sett í glugga á framhlið hússins og á baðherbergi árið 2023.
- Húsið var málað að utan árið 2022.
- Fyrir framan er steypt bílaplan og stétt með hitalögnum í, einnig eru hitalagnir í verönd og stétt að inngangi inn í þvottahús.
- Fyrir framan húsið er opið svæði og leiksvæði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.